HUGSAÐU BLEIKT

07 May 2017

Ég er ekki bleik, ég á varalit og reglustiku í bleiku, meira bleikt finnst ekki heima hjá mér. En ég er alveg að fíla þennan nude-bleika lit sem er svo víða núna og að því tilefni kemur einn stór bleikur innblástur til ykkar.

Bleikur, grænn og gylltur eru góð saman


Þessi blanda hreinlega virkar bara

Þetta með að tískan fari alltaf í hringi hefur sannað sig margoft. Ég var að skoða myndir heima hjá tengdaforeldrum mínum um daginn og þar var að líta á bleikan leðursófan sem prýddi heimilið þeirra fyrir rúmum 25 árum síðan ásamt bleikum veggjum og smáhlutum... tengdamóðir mín getur formlega farið að gráta þann sófa núna... eða ekki! Á sama tíma voru foreldrar mínir með bast húsgögn í stofunni og allt var út í plöntum. Eins og við segjum, þetta gengur allt í hringi!