Fullkomið sumar salat

10 May 2017

Þegar vora tekur leitar hugurinn meira í léttari og ferskari mat í stað hins kröftuga og orkumikla mat sem við kjósum gjarnan á veturnar. Þó hitinn á Íslandi hafi lækkað eftir nokkra góða sumardaga er gott að eiga þessa salatuppskrift í til þegar sólin kemur aftur. Þetta er fullkomið sumarsalat með ferskum ávöxtum, geitaosti og hunangsbalsamik dressingu. Þú getur gert salatið eftir eigin höfði eftir því hvaða ávextir þér finnst góðir.Hráefni:

Blandaður saltgrunnur

Geitaostur

3-4 tegundir af berjum eða ferskum ávöxtum

Hnetur

Þurrkaðir ávextir

Balsamikedik

Hunangi

Fersku berin geta verið jarðarber, bláber, hindber eða brómber en þau passa mjög vel með ostinum. Sætir ávextir, eins og plóma, ferskja, appelsína og epli, eru einnig hentugir.


Aðferð:

Geitaosturinn er penslaður með smá hunangi og settur inn í ofn í nokkrar mínútur.

Blandið saman berjunum, ávöxtunum, hnetunum og salatinu.

Blandið saman tveimur matskeiðum af balsamikediki og einni matskeið af hunangi og hellið yfir eða hafið til hliðar við salatið.

Setjið geitaostinn í salatið og njótið.Marta Rún