BÚÐARRÁP

11 May 2017

Ég skellti mér í Smáralind í vikunni til þess að kíkja á nýjar & fallegar vörur í nokkrum af mínum uppáhalds verslunum. 
Ég smellti nokkrum myndum af flíkum og hlutum sem fönguðu athygli mína og ætla að deila með ykkur. 

Færslan er unnin í samstarfi við Smáralind.




Fyrsta mál á dagskrá var að fjárfesta í nýjum flugfreyjuhælum úr GS Skóm enda eru þeir gömlu orðnir úr sér gengnir. Þar fást nokkrar tegundir en þessir á myndinni eru frá merkinu Tatuaggi. 

Næst var ferðinni heitið í Selected þar fann ég þessa æðislegu blómaskyrtu og kjól í sama munstri. 
Ég er alveg blómasjúk þessa dagana og þetta print sló heldur betur í gegn hjá undirritaðri enda fékk kjóllinn að fljóta með heim.

 

Søstrene Grene stendur alltaf fyrir sínu. Fullt af nýjum & fallegum vörum - ígulkerskrukkurnar hér að ofan eru í miklu uppáhaldi!


Síðast en ekk síst heimsótti ég Vero Moda. 
Þessi fallega skyrta og veski fengu að fylgja mér heim í þetta skipti. Ég féll strax fyrir veskinu enda með eindæmum fallegt en það sem gerði útslagið er sú staðreynd að það er úr ekta rúskinni.


Ég verslaði að auki sundföt í Lindex sem ég mun sýna ykkur í annari færslu von bráðar. 

________________________________


Að gefnu tilefni langar mig að segja ykkur frá skemmtilegum leik sem Smáralind stendur fyrir dagana 4-14 maí. 
Ef þú verslar í Smáralind á þessu tímabili getur þú átt möguleika á að vinna 100.000 kr,- gjafakort. Það eina sem þú þarft að gera er að hefta kassakvittun við þátttökuseðil sem þú nálgast á þjónustuborðinu á 2. hæð. 

 

Ef þið eruð ekki nú þegar að fylgja mér á snapchat þá er notendanafnið það sama og á instagram - kolavig.