Mín "go to" förðun skref fyrir skref

12 May 2017

Ég er mjög einhæf þegar það kemur að því að farða sjálfa mig enda þekkir maður sjálfan sig best og hvernig manni sjálfum líður best. Ég skil ekki afhverju ég er ekki löngu búin að taka myndir þegar ég er að hafa mig til og deila hér með ykkur en ákvað samt að gera það um daginn. Förðunin sem ég geri í svona 90% tilfella er svo ótrúlega einföld. Eitthvað sem margir ráða við. Og það er bara að muna að þetta er ekki fallegt í byrjun eins og kannski sést hér á myndunum fyrir neðan. Það fyrsta sem ég geri er að setja hyljara yfir augnlokið og dreyfa vel úr til þess að allar æðar og mislitir sjáist ekki. Það er líka hægt að nota augnskugga primer en mér finnst hyljari bara henta mér mjög vel. Næst tek ég khol eyeliner eða gel eyeliner og set við augnhárarótina og passa að fara alveg eins langt og ég kemst að rótinni og svo líka inn í vatnslínuna. Þetta þarf ekki að vera fallegt eins og sést!Næst tek ég bursta til þess að dreyfa úr eyelinernum yfir augnlokið, svona ca. að glóbus línunni. Svo tek ég bara hvaða lit sem mig langar að nota og set hann yfir svarta linerinn. Ástæðan fyrir því að ég byrja á þessu á undan farðanum er sú að augnskuggar eiga til að falla niður og skemma þá vinnuna sem maður er búin að leggja í andlitið. Mér finnst þetta oft spara mér vinnu, eini gallinn er að heildarmyndin lúkkar skelfilega svona fyrst. Til þess að minnka þessi skörpu skil tek ég svo ljósari lit til þess að blanda og það er bara um að gera að blanda nóóógu vel. Eftir þessi skref fer ég að vinna í húðinni. Ég tók hinsvegar ekki myndir af því vegna þess að mig langaði að leggja áherslu á augun. Svo tengi ég neðri augnháralínuna við með sömu litum eftir að ég er búin með húðina og augabrúnirnar. Gæti varla orðið einfaldara bara tveir litir. Þetta er svo loka útkoman. Svo er það alltaf það sama, nude varir. Mér finnst það bara svo fallegt með svona smokey eye. Ég ákvað að sleppa augnhárunum í þetta skiptið en það er líka ótrúlega fallegt að bæta þeim við. Svo auðvitað er hægt að nota hvaða liti sem er. Svo einfalt og þæginlegt.

Ég ætla eki að taka fram hvaða vörur ég notaði afþví mér finnst svo skemmtilegt að skoða svona sýnikennslur sjálf og bara sjá aðferðirnar sem notaðar eru en nota mínar eigin vörur til þess að gera það sjálf.  Eigið góða helgi!