L'Oréal Hydra Genius

13 May 2017

Ég var svo heppin að fá að fagna komu Hydra Genius ásamt föngulegum hópi fólks síðasta þriðjudag. Slegið var til heljarinnar veislu í Héðinshúsi sem lukkaðist svona líka ljómandi vel.
Það var mikið lagt í þetta glæsilega kvöld, skreytingarnar voru óaðfinnanlegar - allt í sama litaþema sem kom ótrúlega vel út. Margrét Erla Maack var með skemmtilegan gjörning og Valdís var á staðnum og bauð upp á ís.  Það var einnig photobooth á staðnum sem sló heldur betur í gegn og ekki má gleyma baðkarinu sem ófáir gestir skelltu sér ofan í.
Allir gestir fengu veglegan gjafapoka að kvöldinu loknu og í honum var meðal annars stjarna kvöldsins - Hydra Genius rakabomban frá Loréal. 
Kremið er einstaklega frískandi og létt en aðal innihaldsefnin eru vatn, Aloe Vera & Hyaluronic Acid. 

 

​Frábært kvöld í alla staði með yndislegu fólki!

____________________

Outfit kvöldsins

 Toppur - River Island 
Mesh samfella - Missguided
Buxur - Vintage
Jakki - Vintage

____________________

Fanney vinkona mín var svo elskuleg að leyfa mér að nota nokkrar myndir í færsluna en hún var að setja inn skemmtilega færslu inn á sitt blogg frá sama kvöldi. Hún gerði meðal annars vlog (setti saman myndbrot) frá Launch partýinu sem ég mæli með að kíkja á hér


Takk kærlega fyrir mig Loréal.