Óskalistinn minn fyrir Nóel

14 May 2017

Já, óskalistinn minn skrifaði ég. 
Ég ætla að njóta þess að fá að ráða hvernig ég klæði hann og skreyti herbergið hans, því það líður ekki að löngu þangað til að hann er farinn að hafa skoðanir á þessu. Óguð minn hvað ég kvíði því sjálfstæði, þegar hann heimtar að fara í náttfötum á leikskólann og vill ofurhetjuþema í herberginu sínu. 

Þessi færsla er ekki kostuð.

Þangað til ætla ég að vera ennþá að hreiðra krúttlega um hann og halda fallegri litapallettu í rýminu hans áður en Batman og Hvolpasveitin æla yfir það. Eins og þið flest kannski vitið þá er hann að fá nýtt herbergi og ég er yfir mig spennt að hanna það, ég hugsa að það fái gauralega uppfærslu. Það er andrúmsloftið sem ég ætla að reyna að skapa, og auðvitað í takt við það að vera praktískt og úthugsað fyrir hans aldur. 


Vörurnar eru eftirfarandi:

Sængurföt - Born Copenhagen - BALDURSBRÁ.IS

Leikmotta - Oohnoo little village - PETIT.IS

Viðarkubbar - Oohnoo - PETIT.IS

Keramik blöðrur - ByOn - SNÚRAN.IS

Skrautfáni - Fabelab - MENA.IS

Gíraffi - Oyoy - SNÚRAN.IS

Regnkápa - Frankeys - BALDURSBRÁ.IS

Geymslubox - Oyoy - SNÚRAN.IS

Tjald - Vilac - PETIT.IS

Tafla - Design Letters - PETIT.IS