Snyrtivöru spjall og Instagram innlit: Ásta Haralds

18 May 2017

Það er orðið frekar langt síðan síðasta snyrtivöruspjall var svo það er því við hæfi að næsta sé spjall við einn förðunarsnilling með meiru. Ég sem förðunarfræðingur sjálf er ekki mikið fyrir það að láta aðra mála mig eins og flestir förðunarfræðingar kannast líklegast við, en ef það væri einhver sem ég myndi treysta fyrir mikilvægum degi í mínu lífi til þess að farða mig þá myndi það vera Ásta. Hún var svo indæl að svara fyrir mig nokkrum spurningum og deila með okkur myndum af instagraminu sínu. Þið finnið hana þar undir @astaharalds en hún er einnig með makeup instagram sem er @astamakeup <3 

Hver er Ásta Haralds?

Ég er 24 ára gömul og starfa sem förðunarfræðingur, förðunarkennari og flugfreyja á sumrin. Ég elska að ferðast, prófa nýja hluti og upplifa ólíka menningarheima. Ég hef mikinn áhuga á öllu tengdu förðun, innanhúshönnun og ljósmyndun. Svo var ég sjálf að byrja að blogga og ætla að skrifa um ferðalögin mín, snyrtivörur og lífið almennt á www.astaharalds.com.

Förðun eftir Ástu

Hvernig er þín dags daglega rútína þegar að kemur að förðun?

Undanfarið hef ég verið mjög minimalísk í förðun og einbeitt mér mest á að hafa fallega húð. Mér finnst hinsvegar mjög gaman að prófa nýjar vörur þannig ég er alls ekki eins máluð á hverjum degi. Ég byrja alltaf alla morgna á sturtu þar sem ég hreinsa húðina eftir nóttina og ég skrúbba hana sirka 2 í viku. Ég spreyja 8Hour Miracle Hydrating Mist frá Elizabeth Arden yfir til að vekja hana og fá raka. Þar næst nota ég íslensku undravöruna Coddoc á andlitið en ég nota það í stað rakakrems. Ég er með blandaða og viðkvæma húð og þetta hefur algjörlega bjargað henni. Ég skiptist á að nota Lingerie De Peau Natural Perfection farðann frá Guerlain og Perfection Lumiere Velvet farðann frá Chanel. Báðir þessir farðar eru náttúrulegir, freknunar mínar sjást í gegn en á sama tíma jafna þeir húðtóninn og gefa fallega áferð. Góður hyljari er algjört möst og ég er mjög hrifin af multi perfectin hyljaranum frá Guerlain, en hann hylur ótrúlega vel og er einnig bólgueyðandi. Ég er algjör augnháraperri og Eylure gerviaugnhárin eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er með mjög þéttar augabrúnir og ég þarf bara rétt svo að fylla inn í þær til að móta þær. Ég nota oftast Omega augnskuggan frá MAC til að fylla inn í þær og svo nota ég litað gel til að dekkja hárin. Ég er ekki mikið að skyggja andlitið á mér dagsdaglega en ég nota alltaf sólarpúður og kinnalit. Maður þarf að fá smá lit í andlitið, sérstaklega yfir vetrartímann. 

Ef að þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar að þú ert á hraðferð hvað geriru fyrir þig?

Ég myndi skella á mig góðum hyljara og augnhárageli! Ekki nema ég sé nýbúin að lita á mér augabrúnirnar, en þær eru náttúrulega mjög ljósar.

Förðun eftir Ástu

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem að þú gætir ekki verið án?

Nei get ekki sagt það, því ég breyti svo reglulega til um förðunarrútínu. En ég yrði mjög leið ef að Omega augnskugginn frá MAC og kremaði bronzerinum frá Chanel myndi hætta! Gríp ansi oft í þessar vörur en er dugleg að prófa annað.

Hvernig snyrtivörur eru það sem að þú fellur alltaf fyrir? 

Ég er algjör húðperri, fell alltaf fyrir húðvörum og maskar eru nýjasta æðið. Ég á eiginlega alltof marga maska, en vinkonur mínar græða á því þegar ég bíð þeim í maska-kósýkvöld.

Finnst þér gaman að prófa nýja hluti eða helduru þig við það sem að þú veist að hentar þér ?

Eins og fram hefur komið þá elska ég að prófa nýja hluti. Ég er svo ótrúlega heppin að vera að vinna í þessum bransa og því ég fæ oft prufur og heyri um allt það nýjasta á markaðinum. Það er alltaf svo gaman að finna nýjar uppáhalds vörur og breyta til. Held það sé nauðsynlegt að prófa sig áfram og festast bara ekki í því sama.

Förðun eftir Ástu

Hver er nýjasta snyrtivaran sem þú hefur keypt þér?

Ég keypti mér vatnshelda maskarann frá Urban Decay til að taka með mér til Thailands. Hann hefur algjörlega staðið fyrir sínu en hann haggast ekki í sjónum/sundlauginni. Einnig keypti ég mér bjartan rauðan varalit og 2 hyljara úr nýju línunni frá Gosh Copenhagen sem ég er búin að nota mjög mikið.

Hverjar eru þínar "must have" vörur fyrir vorið og sumarið þegar kemur að snyrti og húð vörum ? 

Ég myndi segja Lingerie De Peau Natural Perfection farðann frá Guerlain og Perfection Lumiere Velvet farðann frá Chanel. Chanel farðinn er mattur/velvet og Guerlain farðinn er ljómandi. Fínt að hafa mismunandi áferðir til að breyta til. Þeir eru báðir mjög náttúrulegir og með sólarvörn sem mér finnst algjört möst. Einnig mæli ég 100% með kremaða bronzerinum frá Chanel, hann gefur fallega ljómandi áferð og það er bæði hægt að nota hann til að skyggja andlitið og sem brúnku grunn undan farða eða einn of sér til að fá fallega áferð og lit. Fyrir þær/þá sem ferðast mikið mæli ég með 8Hour Miracle Hydrating Mist frá Elizabeth Arden, það má fara með þetta í flugvélar og þetta er geggjað til að fríska upp á húðina og varðveita raka.

Förðun eftir Ástu

Hvaða snyrtivara er efst á óskalistanum hjá þér núna ?

Ég er að leita af fallegri augnskuggapallettu með rauðleitum og hlýjum tónum en hef ekki ennþá fundið “the one”. Svo á maður aldrei nóg af highlighterum og mig langar rosalega í Glow Kit frá Anastasia Beverly Hills. Einnig er mig búið að dreyma lengi um að eignast farða & hyljara pallettuna frá Bobbi Brown en það væri ótrúlega þægilegt að hafa hana í kittinu mínu.

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem að þú verður alltaf að eiga?

Ég er í rauninni ekki háð einhverjum ákveðnum vörum en það eru vörur sem ég enda alltaf á að kaupa aftur og aftur í kittið mitt og nota mjög mikið í farðanir:

Mineralize púðrið frá MAC, Pro Longwear hyljarinn frá MAC, Contour n Strobe Kittið frá Gosh Copenhagen, Sheer Glow farðinn frá Nars, Eyelure augnhár (sérstaklega nr. 141 og 117), Luminoso kinnaliturinn frá Milani, 8hour Cream frá Elizabeth Arden (geggjað sem varasalvi/gloss og á þurrkabletti).

Förðun eftir Ástu

Hverju bætiru við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

Ég splæsi á mig winged eyeliner, gerviaugnhárum og varalit og stundum bæti ég við meiri highlighter og skyggingu.

Hvaða hreinsi og húðvörur ertu með í notkun núna?

Ég er algjör sturtu –og baðfíkill og finnst lang þægilegast að þvo á mér andlitið þar. Ég hef verið að nota Benefiance Extra Creamy Cleansing Foam frá Shiseido en var að skipta yfir í Future Solution LX Extra Rich Cleansing Foam frá sama merki. Mæli 100% með þeim báðum, en sá fyrri er með litlum kornum sem skrúbbar húðina og hann hentar vel feitri húð en sá seinni hentar húðinni minni betur núna þar sem hún hefur verið óvenju þurr og viðkvæm. Ég ætla bara að vitna í sölukonuna sem seldi mér hann “þetta er eins og þrífa húðina sína með rjóma”, þessi hreinsir er alveg guðdómlegur og húðin verður silkimjúk eftir hann. Svo nota ég Coddoc í staðinn fyrir andlitskrem og Tea tree olíu á bólur, einfalt og þægilegt.

Hvert er þitt uppáhalds makeup trix sem þu hefur lært hingað til og hefur nýst þer vel?

Að laga/hreinsa eyeliner og varalit með Face&Body farðanum frá MAC, það er eins og að nota strokleður!

 

Takk elsku Ásta fyrir að deila með okkur þínum snyrti og húðvörum!

Myndirnar hér að neðan eru að finna á instagraminu hennar @astaharalds og ég mæli með að þið gerið ykkur ferð inn á bloggið hennar astaharalds.com<3