Stony Liquid Lipstick

18 May 2017

Mig langar svo að segja ykkur frá varalit sem mér þykir frekar vænt um. Ég fékk að búa til minn eigin varalit í samstarfi við Deisymakeup.is fyrir svolitlu síðan og hann hefur verið ótrúlega vinsæll! 

Vöruna fékk ég að gjöf frá deisymakeup.is
Formúlan er æðisleg, hann helst ekkert smá vel á og svo finnst mér ég alltaf jafn fín með litinn á mér. Þá sérstaklega þegar ég vill vera extra fín. Liturinn heitir Stony og er antík brún/bleikur myndi ég segja. Ég hef fylgst með mörgum sem hafa prufað hann og það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað hann er ólíkur á hverjum og einum. Mér finnst það svolítið skemmtilegt. 


Ég verð samt að segja ykkur frá því að liturinn kemur út í Lip Kiti fyrir sumarið og ég er svo ótrúlega spennt. Umbúðirnar eru svo fallega bleikar og mun varan vera með jarðaberja lykt. Það eru 10 litir sem koma í Lip Kitum en þau eru í takmörkuðu upplagi. Það sem fylgir í kitinu er Liquid Lipsticks og varablýantar í stíl. Blýantarnir eru dásamlega mjúkir og það er auðvelt að vinna með þá. Þá er líka hægt að nota eina og sér eða með öðrum varalitum eða jafnvel glossum. 

Ég talaði við Ásdísi eiganda Deisymakeup og bað hana um kóða fyrir ykkur sem jafnvel langar að prufa eða bara bæta í safnið. 

Kóðinn: steinunnosk gefur ykkur 15% afslátt af öllum Liquid Lipsticks frá Deisymakeup út sunnudaginn 21. maí. Vona að einhver geti nýtt sér það!