Eldhús breytingar

24 May 2017

Núna er allt komið á ágæta ferð í nýju íbúðinni eftir ómetanlega hjálp frá tengdó um helgina. Bara það að fá smá pössun fyrir strákinn gerir gæfumun. Það verður einhvern veginn ekkert úr verki með hann hangandi yfir sér. En núna sér maður pínu ljósið og flutningar fara vonandi að nálgast. Við erum s.s búin að mála bæði herbergin, ganga frá flestum sárum í veggjum og lofti, opna eldhúsið inn í stofu, ganga frá ryki og rusli sem fylgir því og svo erum við búin að taka niður framhliðar á eldhúsinnréttingunni og undirbúa hana fyrir málningarvinnu. Svo voru fullt af allskonar litlum hlutum sem þurfti að fínisera og það tók góðan tíma í að klára.

En ástæða fyrir þessari færslu minni er sú að ég settist loksins niður og henti í smá mood-mynd fyrir komandi eldhús. Ég er búin að vera með þessa mynd núna í hausnum í nokkrar vikur og vissi upp á hár hvernig andrúmsloft ég vildi skapa í eldhúsinu. Eins og þið sjáið þá er eldhús andrúmsloftið mjög dökkt & djarft en samt svo hlýlegt að mínu mati. 

- Svartar innréttingar + mattar einfaldar höldur
- Vonandi dökkbrún-grár marmari ef budda leyfir (á eyjuna), ef ekki þá svört mött borðplata.
- Svartur undirlímdur vaskur + messing krani (þegar ég finn hann).
- Svartir kastarar í loftið.


svart, svart, svart.. ELSKA svart. 

Fyrir áhugasama þá mun ég snappa á femmeisland snappinu í lok vikunnar og sýna ykkur það sem komið er í íbúðinni. Ykkur er velkomið að fylgjast með xx