KIMONO // MAKE UP STORE

25 May 2017

Ég fékk nokkrar vörur úr nýjustu línu Make Up Store, Kimono að gjöf fyrir stuttu síðan. Þær vörur sem ég fékk eru þrír augnskuggar og fallegur vínrauður mattur varalitur (obiage). 
Ég notaði augnskuggana í sígilda beauty förðun um síðustu helgi og smellti nokkrum myndum. 
 
Ég elska rauð & bleiktóna, hlýja augnskugga. Ég notaði ljósasta litinn (antique) í innri augnkrók, blandaði með ljósbleika litnum (koshihimo) og setti cranberry litinn (yukata) á allt augnlokið. 
Ég er með augnhárin Lola sem eru einnig frá Make Up Store en þau og Doll eru mín allra uppáhalds gerviaugnhár. 

Er yfir mig ánægð með þessar nýjungar - Henta vel í einfalt sumarlúkk!