Á baðherberginu mínu

26 May 2017

Baðherbergið okkar er mjög ljóst á að líta, hvítar innréttingar og ljósar flísar. Ég var strax ákveðin að hafa gyllt í smáatriðunum sem eru ekki margir og fyrir ekki svo löngu síðan gerði ég kaup á þessum græna marmarabakka. Grænn marmari og gyllt smáatriði eru að virka.
Þessi færsla er ekki kostuð.


Tom Dixon ilmkertið fékk ég í jólagjöf, lyktin af því er mjög fersk og góð, á því vel við inná baðherbergi.
Þessa plöntu hef ég átt í tvo mánuði.. mér fannst hún fallegri fyrst þegar hún var minni, nýju blöðin eru frekar tryllt og standa út í allar áttir.

Ég elska Aesop, ég geymi hana þarna vegna þess að þetta er handskrúbbur, ekki af því það má ekki nota hana. Ég fékk hana í gjöf frá góðum vinkonum.

Þessir bjútífúl perlu eyrnalokka fékk ég í afmælisgjöf núna í apríl frá hinum helmingnum, ég er svo ánægð með þá.
Glerboxið undir er frá Mette Ditmer og keypti ég það í Snúrunni núna fyrir jólin. Fullkomið fyrir skartið.
Núna þarf ég bara finna gyllta snaga og þá fer þetta smella!Góða helgi

Góða helgi