Stutt stopp á Íslandi/ Apotek Restaurant

01 Jun 2017

Ég kom í maí í stutta ferð til Íslands og var á fullu allan tíman útaf skólanum en fékk boð um að mæta á Apotek Restaurant og smakka nýjung á smáréttaseðlinum þeirra. Ég gaf mér auðvitað tíma í það og tók eina góða vinkonu með.

Fyrir mér eru þeir með þeim þá betri kokteila á Íslandi sem ég hef smakkað.
Mér finnst tilvalið að setjast í louge-ið og detta í snarl og kokteil í sumar.
Ég vil taka það fram að mér var boðið að koma og smakka matinn.
Ég set inn smá skjáskot af því sem við smökkuðum frá matseðlunum þeirra.
Vöflurnar að mínu mati voru truflaðar.
Maturinn sem við fengum okkur er alltaf jafn góður, pöntuðum okkur löngu og steik en langan er sá réttur sem ég fæ mér oftast á Apótekinu.Fengum að smakka íslenska plattannÞetta var ekkert smá gott kvöld með frábærum mat og góðum kokteilum.

Takk fyrir mig Apotek Restaurant, þangað til næst.

Marta Rún