Hvernig ég náði gula litnum úr ljósu hári

02 Jun 2017

Þið fellow ljóskur þekkið eflaust gula keiminn sem á það til að koma í ljóst hár. 

Vörurnar fékk ég að gjöf 
Ég er búin að vera í ferli að lýsa á mér hárið núna síðustu mánuði en það er frekar leiðinlegt og langt ferli. Hárið á mjög auðveldlega til að verða gul tóna þegar maður er að lýsa það. Ég varð frekar gul eftir síðustu litun sem er svo sem ekki neitt óeðlilegt jafnvel þó maður fari á stofu. Ég ákvað að prufa litanæringu frá Artic Fox eftir að ég sá stórkostlegan mun á hári vinkonu minnar. Ég sló til og útkoman var eiginlega bara mögnuð. Bjóst satt að segja ekki við þessu. 
Leiðbeiningar segja að maður eigi að þvo á sér hárið eingöngu með sjampói og blása það svo þurrt áður en maður setur vöruna í. Á þessum myndum var ég búin að gera það, gefur auga leið að hárið á mér þarf hárnæringu annars endar það svona. En mér fannst tónn hársins vera aðeins of hlýr. Hér er svo hárið eftir að ég notaði næringuna. Ég er án gríns í skýunum með þetta. Hárið er mun kaldara og guli liturinn horfinn. 

Mig langar til þess að segja ykkur aðeins frá því hvernig það er hægt að nota slíkar lita næringar án þess að ætla beint að lita á sér hárið með þeim, þó það sé líka hægt. Þær er líka hægt að nota til þess að tóna hárið og viðhalda ákveðnum tón. 

Næringuna setur maður í nýþvegið hár, en maður verður að passa að þvo það bara með sjampói og þurrka það alveg eftir þvottinn. Svo blandaði ég gráum lit og fjólubláum lit saman til þess að reyna að koma í veg fyrir gula tóninn í hárinu. Litunum blandaði ég svo út í hvíta næringu sem kemur einnig frá Artic Fox. Ég lét næringuna bíða í ca. 10 mínútur í hárinu svo að það kæmi ekki of sterkur litur af henni. Eftir notkunina varð hárið silkimjúkt en það er líka ekkert smá góð lykt af næringunni. 

Ég mæli ótrúlega mikið með því að prufa þessa aðferð til þess að halda hárinu í aðeins kaldari tón og restina af næringunni notar maður til þess að halda hárinu við. Vörurnar fást HÉR og úrvalið af litum er endalaust.