Svefnó pælingar

02 Jun 2017

Ég hef gefið ykkur mínar mood-myndir bæði af borðstofunni og í síðustu viku var það eldhúsið. 

Sjá hér  --  BORÐSTOFA  --  ELDHÚS
 

Núna er komið að svefnherberginu. 
Búið er að mála það svart matt... veggi, loft & skápa. Já, ég málaði bókstaflega allt herbergið fyrir utan gólf og glugga svart. Ekki dæsa yfir því og segja að ég muni búa í helli, þetta kemur einstaklega vel út og ég hreinlega elska dökk rými. 

Þessi mynd er s.s. hugmynd að andrúmslofti sem ég gæti hugsanlega skapað í nýja svefnherberginu. Smá lúxor og elegans með velúr efninu í bland við dass af messing. Combo sem klikkar ekki og er frekar tímalaust. Eins og staðan er í kvöld þá er ég að laðast að þessari hugmynd, hún gæti snarbreyst í næstu viku, hver veit.  Huggulegt finnst ykkur ekki!?