FEMMEKVÖLD Á BURRO

04 Jun 2017

Þessi færsla er ekki kostuð. 

Okkur FEMME stúlkum var boðið í mat og drykk á Burro & Pablo Discobar í vikunni. Burro er veitingastaður innblásinn af mið- og suðuramerískri stemmingu og maturinn í takt við það. Matseðilinn er samsettur af smáréttum og steikarplöttum sem tilvalið er að deila. Því miður komust ekki allar í þetta skiptið en við 5 sem fórum skemmtum okkur konunglega og fengum aldeilis góðar móttökur. Ég hef áður lýst dálæti mínu af staðnum en ég er tíður gestur þar og mikill aðdáani Espresso Martini á Pablo Discobar

_____________________________
 

Nú er Marta Rún vön að sjá um gourmet hliðina hér á blogginu en þar sem hún er stödd erlendis fékk ég að stela sæti matarbloggarans í þetta sinn. Ég verð að viðurkenna að mér fannst það alls ekki leiðilegt, smakka dýrindis mat og smella myndum af fallega framreiddum drykkjum og réttum. 
Ég myndi flokka Burro sem fullkominn late dinner veitingastað sem þú ferð með hópi vina, fjölskyldu eða maka. Pantar nokkra rétti og drykki og svo er tilvalið að færa sig upp á Pablo discobar í kokteila & diskóstemningu. 

Svona var kvöldinu okkar að minnsta kosti háttað og ég gæti ekki verið ánægðari með það ef ég á að vera fullkomnlega hreinskilin. Ég smellti nokkrum myndum af staðnum, stemningunni og matnum og ætla að fara yfir kvöldið með ykkur og hvað mér fannst standa upp úr. 
Við byrjuðum kvöldið á bleikum kokteilum og chorizo poppi. Drykkurinn til vinstri: clover club til hægri: pink panther.
 Sara Dögg og Steinunn Ósk sáttar með bleiku kokteilana. 
 Þetta er klárlega einn af mínum uppáhalds smáréttum , Tequenos. Djúpsteiktar ostastangir fylltar með ísbúa, bornar fram með spicy sósu. NAMM!
 Við fengum að smakka kjúklinga-, tofu-, & andartaco. Hvert öðru betra en kjúklinga stóð upp úr að mínu mati. 
 Ég er ekki mikill túnfisksaðdáandi en þessi réttur var æði! Rétturinn heitir Túnfisk Tiradito og er undir Raw tapas á matseðlinum. 
Klárlega fallegasti og litríkasti rétturinn á matseðlinum. Þorskur, chimicurry, rauðkál og poppuð grísapura. 
 

Til vinstri: Grilluð nautalund, Til hægri: steikt andarbringa með sellerýrótar spaghetti. 
 Við fengum okkur að sjálfsögðu espresso martini og dýrindis eftirrétti. 
Fremri: Churros, hindber, dulche de leche & stírónu sorbet. Aftari: Súkkulaðimús, chili crumble, chili sýróp & sýrður rjómaís
 Staðurinn er svo flott innréttaður! Ég plataði Móeiði að stilla sér upp við þetta sjúka veggfóður ásamt fína flamingo fuglinum. 
 More is more á einstaklega vel við staðinn Pablo Discobar sem er á efstu hæð hússins. Speglar á veggjum og í loftinu stækka rýmið verulega og diskókúlurnae gera skemmtilega stemningu. 
 Móses barþjónn sá um að mixa bleika kokteila í lýðinn með mikilli prýði og einbeitingu. 
 


 Skál í Mexican Donkey! Drykkur sem líkist Moscow mule, borinn fram í þessu flotta glasi. 


_________________________________________Æðislega skemmtilegt og spontant þriðjudagskvöld ásamt frábæru & fríðu föruneyti! 
Takk kærlega fyrir okkur Burro & Pablo Discobar