Kókosolía - Bulletproof

05 Jun 2017

Þessi færsla er ekki kostuð

Mig langaði að deila með ykkur einni vöru sem að klárast afskaplega fljótt hérna heima, ástæðan fyrir því að hún klárast er sú að ég reyni að fá mér á hverjum morgni & ég hvet kærastann til að nota hana óspart líka þó svo að hann mætti alveg vera duglegri. Ég er líka gjörn á að setja þetta útí boozt sem að ég gef svo Sæmundi, mér finnst svo mikilvægt að hann fái líka. Góð fita fyrir börn þegar þau eru yngri er svo mikið aðalatriði því heilinn er að taka svo svakalegan þroskakipp.

 

 

En ávinningurinn að nota þessa vöru er margvíslegur. Ég er meira að pæla hvað ég fæ útúr hráefni í dag heldur en bragðinu ekki það að það sé eitthvað bragð af olíunni. En því betra sem hráefnið er fyrir líkamann minn því gjarnari er ég að nota það í mat & annað hérna á heimilinu. Ég leitast eftir því að fá vítamínin úr fæðunni & það sem að líkaminn þarf þó svo að ég taki líka inn vítamín.

 

 

 - Brain octain frá bulletproof á að vera 18x sterkari en venjuleg kókosolía þegar það kemur að því að heila uppörvun & góðum fitusýrum fyrir líkamann

- Þessar fitusýrur eru taldar bera ábyrgð á því að bera fitusýrur til heilans til að hjálpa til við fókus, styrk við minni & koma í veg fyrir "þoku í heila".

- varan á að berjast gegn öldrun, sjúkdómum & svefnvandamálum. 

- fljót virkni til að hjálpa heilanum að vakna & fókusa, þess vegna er þetta líka svo góð vara útí kaffibollan á morgnana

 

Mig langaði bara að deila gleðinni minni með ykkur, ég get allavega mælt heilsugar með þessari vöru!