Heimsins bestra tríó?

07 Jun 2017

Við eigum hvor annan að eins og .....

Chia, hamp & hörfræ er þríeyki sem að vinnur ótrúlega vel saman. Þessi fræ bjóða upp á mikið magn af Omega 3 fitusýrum & eru því svo dýrmætar þegar maður er að hugsa um að næra líkama & sál. Fræin eru líka rík af andoxunarefnum. 

 

 

Chia fræ

 þau eru þekkt fyrir að innihalda mikið af omega 3 fitusýrum. Þau geta hjálpa til við að styrkja hjartað & heilsu þess. Þegar þau eru lögð í bleyti kemur gelkennd húð sem að innihalda ekki neinar kaloríur en hjálpa til við að leyfa manni að finna fyrir seddu. Þau eru frábær próteingjafi & geta hjálpa til við að halda blóðsykrinum niðri. Chia er einnig rík af trefjum. 

 

 

 

Hörfræ

 ég hef stundum talað um þau sem einskonar skrúbb fyrir meltingarveginn. Þau hafa einstakan hæfileika til að halda andoxunarefnum & ensímum alveg niður meltingarveginn. Þau eru einnig frábær uppspretta af leysanlegum trefjum sem að hjálpa til við kólesteról. Það veitir Omega 6 fitusýrum & góðum steinefnum. 

 

 

Hamp fræ

 þau innihalda auðmeltanlegt prótein. Þau innihalda einnig allar 10 aminósýrur sem að þykja nauðsynlegar sem að gerir þessa plöntu afar sjaldgæfa & frábæran próteingjafa. Hamp er ríkara af Omega 6 fitusýrum þessvegna fara þau vel með hörfræðum & Chia til að innihalda þá báðar fitusýrurnar. Þau eru há í trefjum & rík af steinefnum, járni, sinki & kalíum. 

 

 


 

 

Þetta tríó er því eiginlega ómissandi í smoothie eða boozt. Þarna eruði með afskaplega mikið af góðum næringarefnum sem að næra líkamann & hjálpa til við að koma í veg fyrir lífstílstengda sjúkdóma. 

Fræin eru ekki bragðmikil þess vegna ætti fólk ekki að finna mikið fyrir þeim en á samatíma öðlast afskaplega mikið af dýrmætum vítamínum. 

 

Ég er kannski biluð en mér finnst þetta ekkert smá fróðlegt að svona einföld hráefni geti gert svona mikið fyrir mig & mína.