Námið mitt í miðlun og almannatengslum

09 Jun 2017

Námið mitt í miðlun og Almannatengslum

Færslan er unnin í samstarfi við Háskólann á Bifröst en er alfarið mín skoðun og upplifun á náminu og skólanum.
 


Eftir að ég kláraði stúdentinn úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ lá leið mín til New York í nám. Þar tók ég ár í hönnun og ensku. Ég kom síðan heim og fór að vinna. Ég var lengi að leita mér að námi og ákveða hvað ég mig langaði að verða þegar ég yrði “stór”. Ég prufaði mig áfram í viðskiptafræði en fann mig ekki þar enda hefur stærðfræði aldrei verið mín sterkasta hlið. Á svipuðum tíma stofnuðum við stelpurnar FEMME.is og eftir smá tíma fór ég að finna hvað mér fannst gaman að vinna með allskonar fyrirtækjum og hjálpa til við vörukynningar og markaðssetningu. Í kringum FEMME hafa allskonar tækifæri myndast og ég hef eignast sterkt tengslanet upp á framtíðina. Ég var alltaf að leita að einhverju spennandi námi ég skoðaði bæði nám erlendis og heima. Public relations eða PR var eitthvað sem heillaði mig mjög þegar ég var að skoða nám erlendis. Ég hafði oft farið á flotta viðburði erlendis sem flottar PR stofur sáu um. Ég datt síðan eitt kvöldið inná heimasíðu Háskólans á Bifröst og sá þar BA nám í miðlun og almannatengslum og fór beint í að kynna mér námið. Eftir að hafa skoðað þetta vel kúrs fyrir kúrs sá ég að þetta gæti átt vel við mig.

Fjarnám
Ég og kærastinn minn vorum á þessum tíma að skoða það að flytja út vegna tækifæris í vinunni hjá Arnóri og ég vissi að það væri þá fullkomið tækifæri til þess að byrja í þessu námi.
Háskólinn á Bifröst er leiðandi í fjarkennslu á Íslandi og hefur þetta verið ótrúlega þægilegt frá því að ég byrjaði í náminu. Það kemur auðvitað fyrir að maður missir af umræðutímum sem eru ekki teknir upp eða hittingum í hópavinnu en oftast eru kennarar og nemendur mjög skilningsríkir þegar kemur að því. Fyrir utan það þá eru flestir kennarar með góða fyrirlestra úr námsefninu og auðvelt að senda póst ef þér finnst eitthvað óskýrt á kennara sem eru alltaf til í að hjálpa þér.

Lotukerfi
Lotukerfi hentar mér rosalega vel, önninni er skipt upp í tvær lotur og þá er hröð keyrsla á 2-3 áfanga í einu. Þegar þeim áföngum lýkur klárast lotan og næsta byrjar eftir stutt lotuhlé. Þá geturðu einbeitt þér af þeim kúrsum sem eru í gangi og vinnuálagið er jafn og gott fyrir vikið.

Vinnuhelgar
Eitt af því sem er rosalega þægilegt við Bifröst eru vinnuhelgarnar.  Vinnuhelgar eru einu sinni í hverri lotu.  Þær eru til þess að kafa dýpra í námsefnið og gera verkefni eða til að undirbúa lokaverkefni. Ég auðvitað kemst ekki á allar vinnuhelgar en ef ég væri á Íslandi myndi ég klárlega nýta mér þær og mæta á sem flestar. Það er svo gott að komast á einhverjar af þessum helgum til að hitta kennarara en aðallega til að kynnast samnemendum í sömu stöðu og öðru fólki yfirhöfuð. Ég mætti á mína fyrstu vinnuhelgi í haust og kynntist þar strax hóp sem ég veit að á eftir að vera samferða mér í gegnum allt námið og eiga sem vini í framtíðinni.

Persónuleg þjónusta á Bifröst
Bifröst er ekki risastór háskóli og finnst mér það vera frábær kostur. Þú ert ekki bara kennitala á blaði. Kennarar þekkja þig og eru fljótir að svara tölvupóstum og hjálpa þér.
Ég hef þurft nokkrum sinnum að leita til námsráðgjafa varðandi skipulagningu á námi og hef alltaf fengið rosalega góða þjónustu og hjálp strax þegar ég þarf á því að halda.
Hópurinn í miðlun og almannatenglsum ræddi saman á dögunum um hvað okkur þótti vanta markaðsfræðiáfanga í val á námsbrautinni og hvað við vorum ekki alveg nógu sátt með þá valáfanga sem voru í boði og ekki nógu fjölbreytt. Við sendum póst fyrir hönd hópsins og við fengum fund með rektor, hann hitti nokkra úr hópnum og eftir umræður var fengin niðurstöðu og fleiri kúrsum úr markaðsfræði var bætt við. Þetta fannst mér ekkert smá góð og flott þjónusta og sýnir það að það er verið að hlusta á okkur nemendur og allt reynt til að gera okkur sátt.
Núna eru fullt að markaðfræðiáföngum í boði fyrir næstu önn.


Það sem er mikilvægt að hafa í huga þegar þú ert í fjarnámi erlendis eða frá Íslandi með vinnu er að skipuleggja sig vel. Ég fann það strax þegar ég kom að ég gat ekki verið bara heima með tölvuna því ég kom ekki miklu í verk. Ég leigði mér skrifborð í svokölluðu co-working plássi þar sem ég skipulagði hverja viku fyrir sig út frá verkefnum vikunnar. Þá gekk allt miklu betur og það varð miklu meira úr deginum og ég gat þá átt frí daga inná milli með góðri samvisku.

Framtíðin
Eftir að hafa verið í Barcelona og farið á nokkra viðburði þar sem stór PR fyrirtæki sjá um hef ég fengið smá innsýn í hvernig þessir heimur virkar. Ég ætla næsta haust að reyna að komast inn sem nemi með náminu í PR fyrirtæki sem sérhæfir sig í tísku, hönnun og vörumerkjum. Hvort sem er það er að koma vöru á framfæri eða sjá um flotta tískuviðburði.  Það eru fullt af flottum fyrirtækjum sem sjá um allskonar PR fyrir fyritæki og er þessi starfsvettvangur mikið í þrónun og þá sérstaklega með aukningu á notkun samfélagsmiðla.
Ég er spennt fyrir framtíðinni og hlakka til að klára námið mitt á Bifröst.


Hér er einnig myndband sem Bifröst gerði með mér um námið.

Með því að smella á myndina hér getur þú farið beint inná heimasíðu Háskólans á Bifröst og skoðað námið


Ef ykkur langar að senda mér línu eða spyrja mig eitthvað frekar út í námið mitt endilega sendið á mig línu.

marta@femme.is