Heimatilbúinn ís

10 Jun 2017

TÓSÝTÆM ...

Hérna er að skapast smá hefð eins & svo mörgum heimilum en á laugardagskvöldum er poppið mjög vinsælt til að skapa smá stemningu með einhverri fjölskyldumynd. Núna er hrópað "TÓSÝTÆM" af þeim yngsta & þá eiga allir að setjast í sófann með sængina, popp skálina & einhverju góðgæti. Ég ákvað að byrja að gera svona heimatilbúna hollustu íspinna því þeir eru eiginlega hættulega góðir, þurfa ekkert endilega að vera pinnar má líka setja bara í glerbox & í frystinn. 

Hérna er smá uppskrift sem að ég hef verið að prufa hérna heima, en svo er bara hægt að leika sér með þetta af vild & breyta hráefninu. Sæma finnst þetta allavega svakalega spennandi & gaman. 

 

 

Uppskrift: 

1-2 dósir af kókosrjóma

einn tappi af vanilludropum eða vanillustevia

1 tsk salt

1 lúka frosin bláber

1 lúka af frosnum jarðaberjum

rúm matskeið af Acai dufti

1 banani

2 msk af MACA dufti

 

Þessu er öllu hent í blandarann & svo er þessu bara hellt í glerbox eða í íspinnaform sem að fást meðal annars í IKEA.

 

Ég vona að þið njótið góðs af!