Morgunmatur með minni fyrirhöfn

12 Jun 2017

Byrjaðu morgnana á minna stressi & meiri næringu 

Mér finnst ég alltaf í svo miklu stressi, sérstaklega eftir að ég átti litla manninn minn. Þess vegna er ég farin að reyna að gera bara morgunmat fyrir vikuna á sunnudögum. Þetta er eitt af því sem ég á til að gera en það er svona hafragrautur sem þarf ekkert að hita upp eða neitt, ég er líka smá á móti að hita í örbylgjunni því það á það til að drepa svo mikið næringargildi í matnum. En þetta er virkilega hollur morgunmatur eða millimál með einhverju, hægt að gera þetta eins & maður vill engar reglur.

Mér finnst svo mikilvægt að byrja morgnana á góðri næringu, Sæmundur er algjör morgunrútínu kall, hann vill grautinn sinn eða jógúrtið sem ég bý til & helst horfa á eitthvað skemmtilegt á meðan ég geri mig til. Ég kippi þessu svo með mér í skál inní herbergi & einum kaffibolla, þetta eiginlega orðið ómissandi hluti af deginum okkar.

 

 

Ein af uppskriftunum sem að að ég geri oftast er: 

2 dl af haframjöli 

1/2 dl af hörfræðum 

1/2 af chia fræum 

1/2 hamp fræjum 

2-3 bollar af kókosrjóma eða möndlumjólk 

1-2 matskeið af hunangi - fer eftir smekk má líka vera stevia

1 tsk af salti 

2 msk af Acai 

2 msk af MACA 

1-2 msk af hörfræ olíu 

lúka af bláberjum 

 

Ég hræri þessu svo öllu vel saman í stóru glerboxi eða set í krukkur & loka. Þá er þetta bara tilbúið morgunin eftir & þið getið skammtað ykkur í skál eða tekið krukku með ykkur. 

 

Eins & svo oft áður er þetta ekkert heilagt bara fer eftir smekk hvernig þið viljið gera þetta. Hvaða ávexti þið viljið nota eða annað. En Sæmundi finnst þetta mjög gott & okkur líka þannig að þessi blanda hefur verið að virka vel!