Teriyaki Wok Salat

14 Jun 2017

Það er orðið mjög langt síðan ég kom með uppskrift, það er búið að vera svo mikill gestagangur síðustu vikur svo afsökunin er sú að við erum lítið búin að vera heima en ég gerði þessa uppskrift fyrir stuttu og hún heppnaðist rosalega vel.Wok salat með núðlum og teriyaki nautakjöti. Ótrúlega gott og fljótlegt salat, það slóg í gegnum hjá mínum manni.


 

Hráefni

Nautakjöt, ég keypti svona þunna mínútusteik

Teriyaki sósa

Þumall af fersku engifer

Hvítlaukur

1 rauður chilli

Hrísgrjónanúðlur

Gulrætur

Gúrka

Mango

Tómatur

kóríander

Lime

Kasjúhnetur

______________________________________________

Byrjið á að marinera nautakjötið í skál í minnstakosti 3 klst eða yfir nótt í helmingnum af teriyakisósunni, muldum engifer, chilli og söxuðum hvítlauk.

Raðið grænmeti á stóran disk eða skál, salatgrunnur, gulrætur, gúrka, mango, tómatar og það grænmeti sem ykkur finnst gott.

Sjóðið hrísgrjónanúðlurnar eftir leiðbeiningum á pakkanum og setjið til hliðar.

Steikið nautakjötið í nokkrar mínútur á stórri pönnu eða wok-pönnu ef þið eigið hana til og setjið til hliðar, látið kólna aðeins og skerið í strimla.

Setjið núðlurnar á pönnuna og hellið hinum helmingnum af teriyaki sósunni yfir og hrærið, bætið nautakjötsstrimlunum við og blandið saman.

Setjið núðlurnar og kjötið yfir salatblönduna, saxið kóríander og kasjúhnetur og stráið yfir allt salatið og kreistið 1/2 lime yfir.