Stuva-Snilld

22 Jun 2017

Herbergin hjá Strákunum mínum birtust í Hönnunarblaði Morgunblaðsins um daginn. Ég sýndi ykkur herbergið hans Emils Arons hérna. Ég hef reyndar sýnt ykkur áður hjá Atla Degi en herbergið hefur tekið breytingum og hér er smá sýnishorn.


Ég gerði fyrir löngu síðan færslu um Stuva hillurnar í barnaherbergi, sjá hér. Núna veit ég sjálf hvað þær eru hentugar því þessar hillur eru með ótrúlega mikið geymslupláss og megnið af dótinu hans Atla Dags eru í þessum tveimur skápum. En hægt er að fá allavega tvær stærðir og þessar eru stærri týpan.