FJÖGUR VEISLUDRESS ÚR SELECTED

23 Jun 2017

Ég ákvað að taka saman hugmyndir af  nokkrum mismunandi dressum sem tilvalið er að klæðast í öllum þeim brúðkaupum og útskriftum sem framundan eru. 
Flíkurnar hér að neðan eru allar úr uppáhalds versluninni minni, SELECTED. Ég hefði getað valið fullt af fleiri dressum, það er svo mikið af fínu til. 
Myndirnar segja allt sem segja þarf. 

Færslan er unnin í samstafi við Bestseller.

 

Þetta dress er í algjöru uppáhaldi! Ég ELSKA samfestinga og þessi er æði. Stuttar og útvíðar skálmar sem gefa honum smá 70s groove sem ég er auðvitað sökker fyrir. Rauði rúskinnsjakkinn poppar upp svarta litinn. Skórnir og veskið eru klassík sem passa við allt.
 Létt og þægilegt sumardress. Það er tropical fílingur í kimonoinu sem hægt er að nota á marga vegu. Hvort sem það er við hæla eða í sandölum á ströndinni. Blúndutoppurinn er æði og passar við allt. 
 

Hvítur og rauður eru í miklu uppáhaldi saman (enda gamall Þórsari og jólabarn með meiru). Rauði liturinn hefur verið að koma sterkur inn og einnig þetta útvíða stutta buxnasnið líkt og á samfestingnum hér að ofan. Þessi bjarti fallegi tónn í buxunum heillar mig upp úr skónum, fullkominn sumarlitur! 
Hvíta skyrtan er klassísk. Nær niður fyrir rass og líka flott girt ofan í háar buxur eða pils. 
 Ég enda þetta á nettasta jakkanum sem er rúskinns kögurjakki. Það komu bara nokkur stykki af þessari dásemd en eitthvað segir mér að þeir eigi eftir að fara hratt. Fullkomin yfirhöfn sem hægt er að nota bæði fínt og hversdags - kvenlegur og flottur í sniðinu. 

_______________________________________

Vonandi hjálpar þetta einhverjum að finna fallegt sumardress. 
Nóg er allavega úrvalið.

Takk fyrir mig og góða helgi.