Föstudags bland í poka

23 Jun 2017

Færslan að þessu sinni er skrifuð í farþegasætinu á leið til Eyja. Ég hef lítinn tíma fundið fyrir skrif núna á síðustu dögum, svo að ég ákvað að nýta þessar tvær klukkustundir. 

Færslan í dag er einföld en afar falleg. Hún saman stendur af síðustu "pinnum" mínum á Pinterest þar sem ég fæ minn helsta innblástur. Að því sögðu þá færi ég ykkur hér smá föstudags bland í poka, myndir af fallegum rýmum sem hafa gripið augað.

Ef þessar myndir gera hið sama fyrir ykkur þá minni ég á að hægt er að pinna þær frá okkur.