Flamenco á suður Spáni

28 Jun 2017

Þegar þér er boðið að fara til suður Spánar á alvöru spænskt festival þar sem það er tækifæri til þess að klæðast ekta flamenco kjól, segir þú þá nei?
Saray vinkona mín sem ég kynntist í Barcelona er frá Cádiz á suður Spáni og hún bauð mér að koma með sér.
Þetta er bæjarhátíð sem stendur yfir í rúma viku og er risa stór. Cádiz er æðislegur staður með fullt af fallegum ströndum, góðum mat og fallegum miðbæ. Það er ekki pakkað af túristum og þetta er alveg frábær staður til að fara í frí.

Að hátíðinni...
Hefðin er sú að allar konur klæðist a.m.k einu sinni eða jafnvel alla dagana flamenco kjól. Mamma hennar Saray saumar á hverju ári nýjan kjól fyrir dætur sínar þrjár og þeir eru allir hreint meistaraverk. Mamma hennar, frækur og nágrannar voru því alla daga og kvöld að klára að sauma kjólana fyrir systurnar.
Safnið af kjólum var því nóg og ég gat því valið um allskonar mismunandi kjóla.
Systur hennar klæðast 3 til 4 mismunandi kjólum yfir hátiðina á daginn.
Við klæddumst kjólunum á laugardeginum í nokkra tíma. Hitinn var um 30 stig og kjóllinn ekkert smá þungur og svartur þannig það má segja að tilfinningin hafi verið eins og í gufubaði undir kjólnum.
Kvöldin fóru síðan í það að dressa sig upp í djammgírinn og dansa við spænska tónlist fram til morguns og dagurinn fór í að njóta þess að vera á ströndinni.
Þetta var eins og spænsk þjóðhátíð og með því skemmtilegra sem ég hef gert.
 

En hér eru nokkrar myndir sem ég birti meðal annars á Instagram.

@martaarun
Það allra krúttlegasta við hátíðina voru allar litlu stelpurnar í kjólunum.

Hlakka strax til að prufa þetta aftur.

Marta Rún