Heima hjá Jojo & Jordan

03 Jul 2017

Í tilefni að Bachelorette degi þá færi ég ykkur fellow fans innlit hjá fyrrum Bachelorette, Jojo Fletcher. Ég skammast mín ekkert fyrir að vera aðdáandi og ég vil meina að þessi þáttur sé að trenda óvenju mikið núna upp á síðkastið, þ.e.a.s. síðusu seríur af bæði Bachelor & Bachelorette. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að hella mér upp á einn rjúkandi og ýtt á play á morgun - Go Peter!

Jojo valdi Jordan (minn mann) í sinni þáttaröð og saman búa þau í Dallas.  Hún lýsir stílnum þeirra sem "comfortable retro rustic" og það má sjá á andrúmsloftinu sem þau hafa skapað í rýminu. 

Uppáhalds rýmin að mínu mati:  Fínni stofan & svefnóið.
Minni hrifningu frá mér fær veggfóðrið í eldhúskróknum (það verður örugglega þreytt með tímanum gæti ég trúað) og svo hefði ég viljað sjá gardínustangirnar mikið ofar.