Ný gleraugu frá Tom Ford

03 Jul 2017

Ég keypti mér á dögunum ný gleraugu sem ég er ótrúlega ánægð með. 

Færslan er ekki kostuðÉg kíkti í Optical Studio á dögunum bara til þess að skoða en endaði á því að kaupa mér falleg ný gleraugu. Umgjörðin er frá Tom Ford en að mínu mati eru ótrúlega mikið af fallegum gleraugum frá merkinu. Ég hef átt gleraugu frá merkinu áður og mér fannst gæðin á þeim góð svo ég treysti því fullkomlega að ég væri að kaupa mér góð gleraugu. Ég mæli ótrúlega mikið með Optical Studio en öll mín gleraugu hef ég keypt þar. Bæði er góð þjónusta og fallegt úrval. Svo er líka gott að muna að Optical Studio er með búð uppi í flugstöð en þar er hægt að kaupa gleraugu með afslætti.