NÝR SÓFI - NÝTT ÚTLIT

04 Jul 2017

Við fjárfestum í nýjum sófa fyrir um tveimur mánuðum síðan. Eftir talsverðar pælingar varð Nockeby frá IKEA fyrir valinu. Ég sá hann fyrst þegar ég var að horfa á Heimsókn hjá Sindra síðasta haust og leitaði hann uppi á IKEA síðunni, þar sem eigandinn sagðist vera virkilega ánægður með gripinn og talaði einnig um þægindi. Fyrsta sem kom mér á óvart var verðið á sófanum, veit svo sem ekki við hverju ég bjóst en ég varð ennþá spenntari þegar ég sá það.


Ég á tvö lítil börn þannig ég sá það mikinn kost að getið tekið efnið af og þvegið það eftir þörfum. Leðursófi var ekki inní myndinni þar sem þetta er sófinn fyrir framan sjónvarpið, mikið legið og kúrað í honum. Við völdum þriggja sæta sófa sem er samt vel fyrir fjóra. Ég heillast einnig af þriggja sæta sófum sem hafa bara tvær langar sessur eins og þessi. Enn besta af öllu er að hann er virkilega þægilegur og við erum mjög ánægð með hann.


Fyrir þennan sófa borgðum við um 95.000kr sem er að mínu mati virkilega vel sloppið.

Það var heldur léttara yfir rýminu eftir þessi sófaskipti og einnig setti ég bekk upp við vegginn til að ramma rýmið inn.

Nú vantar mig bara djúsí púða í sófann til að fullkomna huggulegheitin.