Uppáhalds í ræktina

05 Jul 2017

Mér datt í hug að setja saman lista yfir þá hluti sem mér finnst ómissandi í ræktina.

Nike Legend Æfingabuxur
Bestu buxur sem ég hef prufað í ræktina. Ég er með smá mömmu malla sem ég á ofsalega erfitt með að leyfa að njóta sín en þessar halda honum alveg í skefjum og sjá til þess að hann hreyfist sem minnst í gegnum æfinguna. Svo er líka ótrúlega gott og þæginlegt efni í þeim. Þær eru ekki gegn sæjar og ég get eiginlega ekki mælt nóg með þeim. Ég eignaðist mitt fyrsta par af þessum buxum árið 2012 en ég nota það par ennþá. Ég hinsvegar er búin að kaupa mér nokkur backup eintök til skiptanna. Ég fer ekki í aðrar buxur. 
Ég hef keypt mínar hér og þar en annars fást þær m.a. í Útilíf eða Air Smáralind

 

Beats Solo3 
Það er algjört möst að geta slökkt á umheiminum með góðri tónlist að mínu mati og þá sérstaklega þegar maður er að æfa. Ég er nýbúin að splæsa í þessi ótrúlega fallegu heyrnatól en ég átti eldri týpu af þeim sem ég notaði nonestop í 4 ár í ræktinni. Á þessum 4 árum er samt svo mikið búið að breytast. Ég er komin með alla tónlist í símann minn og ég var orðin svo pirruð á því að þurfa að drösla honum með mér í vasa á æfingu eða jafnvel þurfa að troða honum inn á mig. Nýju Beatsin eru með þann eiginleika að vera þráðlaus sem er algjör lúxus. Þá er engin snúra að þvælast fyrir manni og ég geymi símann bara nálægt mér eða í töskunni sem ég tek með mér á æfingu. Svo er hljóðið mjög gott, mér finnst ég alveg lokast af þegar ég er með heyrnatólin af mér og get gleymt mér alveg í æfingunni. Fyrir utan það hvað þau eru endalaust falleg. 
Ég fékk mín í Apple búð í Boston en annars fást þau í Elko hérna heima.


Camelbak Vatnsflaska
Ég er mjöööög picky þegar það kemur að brúsum í ræktina en ég vil helst hafa þá með röri en þannig finnst mér bara best að drekka vatn og plís ekki spyrja mig afhverju því ég veit það varla sjálf. Hinn fullkomni brúsi að mínu mati eru Camelbak brúsarnir en þeir eru einmitt með svona sogröri og stæðsti kosturinn er að þeir leka ekki. Ég keypti líka svona fyrir strákana mína og við dröslum þeim útum allt með okkur. 
Ég keypti mína í Target en annars hef ég séð þær í Útilíf.


Tidal Tónlistaráskrift
Flestir kannast við Tidal en það er nánast eins forrit og Spotify. Svo ég tali fyrir mig á finnst mér Tidal betra. Mér finnst uppsetningin á því forriti henta mér betur og tónlistin sem poppar þar upp í "What's New" höfðar svo vel til mín. Ég uppgötva meira af skemmtilegri tónlist þar inni heldur en á Spotify. En góð tónlist er mjög oft lykill af góðri æfingu en það er ótrúlegt hvað skemmtileg lög geta gert fyrir mann þegar manni vantar smá pepp. Ég er með aðgang að Tidal og geymi mína pepp playlista þar inni. Mæli með þessu forriti ef þið eruð mikið fyrir trap, rap og hiphop tónlist. Mig minnir að fyrsti mánuðurinn sé ókeypis. Svo má ekki gleyma því að þau hjón Jay-Z og Beyonce eiga eitthvað í þessu forriti og nýjasta nýtt frá þeim fer einungis inn á Tidal. Það semí seldi mér aðganginn. 
Forritið sækir maður í Appstore.


Nike Air Zoom Strong Æfingaskór
Ég hef aldrei verið jafn ánægð með æfingaskó eins og þetta par. Ég keypti þá fyrir ca. hálfu ári í Baltimore stoppi sem ég fór í. Mér finnst þeir ótrúlega þæginlegir til þess að æfa í og svo bara ótrúlega flottir. Ég var komin með svo leið á öllum æfingaskóm því mér fannst útlitið orðið svo einhæft og þá sérstaklega hjá Nike. En þessir eru svo neutral á litin og öðruvísi að ég varð bara að eignast þá. 
Mína fékk ég í Footlocker Women en hérna heima fást þeir í Icepharma.

Under Armour Hárbönd
Ég er með ótrúlega mikið af litlum hárum sem gera mér lífið svo leitt, ég get endalaust pirrað mig á þeim. Þessvegna er möst fyrir mig að æfa með hárband en ég hef verið ótrúlega sát með hárböndin frá Under Armour en það er svona gúmmí innan í þeim sem lætur hárbandið haldast svo vel á og ég þarf ekkert að spá í hárbandinu alla æfinguna. Þessi hárbönd eru eflaust til frá öðrum merkjum en ég hef alltaf haldið mig við þessi frá Under Armour. Mæli með ef þið eruð í sama veseni og ég með lítil hár. 
Ég keypti mín í Útilíf.

Ég er enginn ræktargúrú en er þó búinn að stunda líkamsrækt af einhverju viti í u.þ.b. 5 ár. Kannski finnst einhverjum gaman að lesa færslu um svona fínerí frá meðalmanneskju eins og mér.