WEDDING OUTFIT

05 Jul 2017

Ég fór í brúðkaup hjá mági mínum og svilkonu í Vestmannaeyjum þann 17 júní. Æðislegur dagur í alla staði á fallegum stað. 
Það voru liðin mörg ár síðan ég heimsótti eyjar síðast svo það var æðislegt að koma aftur í heimsókn. 

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum myndum af dressinu mínu en ég ákvað að klæðast dragt úr Zöru að þessu sinni.
 Jakki & Buxur - Zara
Toppur - River Island
Skór - h&m 


Jakkan og buxurnar keypti ég í Zöru í Montreal fyrir nokkru síðan. Þetta er þó ekki sett heldur voru til buxur í stíl við jakkan sem hentuðu mér ekki nógu vel svo ég fann þessar æðislegu ljósbleiku buxur við. 

Ég er afar sátt með útkomuna - þægilegt og klassískt veisludress!