Go to varalita combo

13 Jul 2017

Vörurnar fékk ég að gjöf frá Deisymakeup

Ég er búin að vera að leika mér svo mikið með Lip Kitin frá Deisymakeup upp á síðkastið en ég var svo lukkuleg að fá þau öll að gjöf. 

Þar sem ég er eiginlega alltaf með Nude varaliti þá er ég mjög mikið að leika mér af því að velja mér mismunandi undirtóna í litunum sem ég nota. Það munar mjög miklu að skipta aðeins út og Nude er ekki bara Nude. Undirtónar og fleira gera Nude liti svo ótrúlega ólíka og svo eru litir auðvitað mjög misjafnir á manni eftir því hversu dökk eða ljós húðin okkar er. Þá auðvitað líka ef maður er með brúnku eða eitthvað slíkt. Svo finnst mér líka ótrúlega fallegt að setja gloss yfir nude liti, það gerir varirnar extra djúsí. En það skemmtilega við Viktoríu varalitinn er að hann er smá metallic svo hann lúkkar ekki alveg eins mattur á vörunum og aðrir litir. En ég notaði varablýantinn Frænka og varalitinn Viktoría yfir. 


Fleira sem ég notaði í þessari förðun:

Augnhár - Huda Beauty keypt í Sephora
Farði - Maybelline Fit Me Matte and Poreless
Augabrúnir - Diva Brow Pomade Deisymakeup.is
Augnskuggar - Deisymakeup 12 K palletta
Brúnka - Loving Tan Fotia.is

Hárið krulla ég alltaf með HH Simonsen Rod4