5 falleg brass ljós

21 Jul 2017

Brass, brass, brass.. ég elska brass. Það eru núna komin ca. 4 ár síðan ég tók allt króm út hjá mér og leyfði brassinu að taka við. Kopar tíminn náði aldrei til mín því ég vissi að ég fengi fljótt leið á þeirri bylgju. 

Mikið af skrautmunum mínum eru í brassi en mig langar að færa mig upp á skaftið og fá mér stóra ljósakrónu í því sama. Eins og ég segi svo oft hérna.. þá eru ljósin skartgripir rýmisins, afhverju ættu þau þá ekki að svipa til gullsins?!  Ég tók saman nokkrar krónur sem ég hef haft augastað á lengi - Gífurlega falleg statement ljósakrónur sem myndu sóma sér svo unaðslega vel í nýju stofunni minni. Ég er búin að hugsa lengi og vel hvaða ljós ég vil yfir setustofunni, eins borðstofunni, og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla að flytja inn og fá þannig tilfinningu fyrir því hvers konar hangandi ljós ég vil. En jú ég er auðvitað með 2-4 ljós í sigtinu, annað kemur bara í ljós eftir flutningana. 

Mig langar að forvitnast aðeins. Af þessum 5 ljósum, hvað þykir ykkur fallegast?