BARCELONA

22 Jul 2017

Ég átti dásamlegar stundir í Barcelona ásamt dýrmætum vinkonum í síðustu viku. Við vorum í 5 nætur í þessari stórskemmtilegu borg og hér fyrir neðan ætla ég að gera deila með ykkur nokkrum myndum og tipsum úr ferðinni.
Við fórum þrjár vinkonur saman út í slökun / skemmtiferð og Marta, bloggari hér á FEMME var okkar hægri hönd og leiðsögumaður ferðarinnar. Hún á heiðurinn af flest öllu sem við tókum okkur fyrir hendur í ferðinni enda orðin vel kunnug í borginni. 
 BRUNCH & CAKE 
Hands down besti og fallegasti hádegisverður sem ég hef smakkað í langan tíma. 
Framreiðslan á matnum til fyrirmyndar og staðurinn lítill, krúttlegur og heimilislegur. Setjið þennan á To-do listann ykkar. 
 

LA BOQUERIA MARKET
Æðislegur matarmarkaður út frá Römblunni. Þar er hægt að fá flest allt sem mann listir og gaman að taka hring og grípa eitthvað gúmmelaði í leiðinni. 
 Mæli með súkkulaðihúðuðum jarðaberjum á La Boqueria market. 
 HOTEL 1898
Rooftop bar með geggjuðu útsýni og besta Coconut chili mojito sem ég hef smakkað! 
 ZARA
Zara aðdáendur, þessa búð verðið þið að heimsækja! 
Án efa fallegasta Zörubúð sem ég hef komið inn í. Búðin er staðsett á Plaça Catalunya. 
 BARCELONA CATHEDRAL
Staðsett í Gotneska hluta borgarinnar (Old Town / Gothic Quarter)
Það er æðislegt að taka rölt í Gamla bænum - Litlar þröngar göngugötur ásamt fallegri byggingarlist.   
 CASA BATTLÓ
Þú ferð ekki til Barcelona án þess að sjá að minnsta kosti eina Gaudi byggingu. Ég mæli auðvitað með Gaudi garðinum en ég fór þangað með fjölskyldunni fyrir þónokkrum árum síðan og mun klárlega fara aftur einn daginn.
Þessi sögufræga bygging er staðsett í miðborginni og klárlega eitthvað sem hægt er að krossa af To-do listanum!
 AJOBLANCO
Geggjaður tapas staður, mæli með. Ég elska þessa tapas menningu, panta nokkra rétti á borðið og allir deila. Sangria er að sjálfsögðu möst og espresso martini í eftirrétt! 
 GATSBY
Ég átti æðislega endurfundi með góðri vinkonu frá Ástralíu. Við vorum að hittast eftir 10 ára fjarveru en ég fór sem skiptinemi til Ástralíu í eitt ár þegar ég var 16 ára. Jazmin býr nú í Barcelona og fór með okkur út að borða og í drykki eitt kvöldið. 
En aftur að staðnum, Gatsby er staður beint á móti Ajoblanco. Þar eru live atriði á 15 mínútna fresti allt kvöldið og vá hvað þetta var skemmtilegur staður. 
 

CHÖK
Kleinuhringjastaður sem allir instagrammarar verða að fara á. Skemmtilegt fyrirkomulag og gómsætir kleinuhringir. 
 OHLA HOTEL
Sjúkur rooftop bar sem gaman er að sjá sólsetrið á. við kíktum í kokteil þangað síðasta kvöldið áður en við héltum í late dinner. 
 PLAZA REAL
Fallegt torg í gamla bænum sem gaman er að heimsækja og smella fallegum myndum. Mæli ekkert sérstaklega með veitingastöðunum sem eru þar enda algjörar túristabúllur, allavega þeir sem við fórum á. Gaman að setjast í einn bjór og fylgjast með mannlífinu. Ég varð hooked á bjór sem kallast Clara eftir ferðina. Verðið að smakka! 
 CATALONIA EIXAMPLE HOTEL
Við gistum á íbúðarhóteli alla ferðina en ákváðum að panta herbergi á þessu hóteli síðasta daginn. Sundlaugin á þakinu seldi okkur þessa hugmynd og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hrein og fín herbergi og kósý stemning á sundaugabakkanum. 

_______________________________


Ég vona innilega að þessi tips nýtist einhverjum sem er á leiðinni að heimsækja þessa æðislegu borg á næstunni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera og þetta einungis brot af því.
Mig langar nánast að plana aðra ferð þangað sem allra fyrst!