Honey Mustard Salat

24 Jul 2017

Við þekkjum það að þegar sumar er í lofti þá kemur meiri löngum í ferskan og góðan mat.
Hér er uppskrift af ótrúlega góðu og bragðmiklu sumarsalati með hunangssinneps dressingu.
Salatdressingin er ótrúlega góð og passar yfir allar tegundir af salati. Hún geymist inní ísskáp í einhverja daga og passar einnig vel með salati með grillmat.

Hunangssinnepssósa

1/3 bolli hunang
3 matskeiðar Dijon heilkornasinnep
2 matskeiðar Djion sinnep
2 teskeiðar olífu olía
1 teskeið pressaður hvítlaukur
Salt&pipar

4 kjúklingabringur eða 2 pakkar af kjúklingalundum

Blandaðu öllu saman í stóra skál, taktu eins og 1/3 til hliðar fyrir dressinguna yfir salatið.
Skerðu kjúklingabringurnar í strimla ef þú ert með bringur. Settu síðan kjúklinginn í skálina og veltu honum uppúr sósunni.
Kveiktu á miðlungsháan hita á stórri pönnu og steiktu kjúklinginn. Hann á verða fallega gullbrúnn. Raðaðu honum yfir salatið og helltu afganginum af sósunni á pönnunni yfir.
 

Þegar ég les uppskriftir af mismunandi salati þá fer ég oftast aldrei eftir því, það er svo persónubundið hvaða grænmeti og ávöxtum fólk finnst gott. Með þessi salati finnst mér got að hafa einhvern sætan ávöxt eins og mangó eða sæt ber til að fá sætu á móti sinnepinu.

Salatgrunnurinn í þessari uppskrift:
Salatblanda og grænkál
Magnó
Rauðlaukur
Radísur
Rauð paprika
Avocado
Fetaostur
Hnetu eða fræblönduMeð sumarsalati eins og þessu með sætum ávöxtum og hunangssinnepi er gott að drekka ískalt hvítvín með.