Fyrsta fjölskyldufríið

01 Aug 2017

Þetta ofurkrútt ætlar að fara í stóru flugvélina og í sínu fyrstu útlandaferð í dag. Hann hefur náttúrulega ekki guðmund hvað það þýðir en við foreldrarnir erum yfir okkur spennt að taka peyjann með okkur út og njóta öll saman. 

 

Við verðum ekki einungis þrjú í þessu fríi. Við eigum svo dásamlega vini sem buðu okkur að joina þeirra frí. Það er erfitt að segja nei við slíku! Svo off-we-go til Alicante á Spáni og þaðan til Torrevieja í vikufrí með þeirri gulu sem ég sár sakna, líkamanum mínum þyrstir í D-vítamín og nokkrar freknur. Prógramið verður þetta: tana, taka siesta, eltast við Nóel, borða góðan mat, drekka þá nokkra ískalda og hlægja með góðum vinum. Engin þjóðhátíð á okkur, ég græt það alls ekki, enda hefur undirrituð farið á þær 20+ talsins. 


Ef þið viljið fylgjast með fríinu hjá okkur nöfnum, þá bendi ég á instgramið góða fyrir áhugasama.
@sdgudjons       --       @sarasjofn