Hollt Spicy Túnfisksalat

01 Aug 2017

Ég hendi mjög reglulega í túnfisksalat til þess að eiga í ísskápnum en mér finnst svo gott að geta gripið í það og skellt ofan á hrísköku enda fullt af næringu og fyllir vel í magan. 

Ég fer aldrei eftir uppskrift þegar ég geri svona salat en ég nota bara það sem ég finn í ísskápnum og örðum skápum og hendi því saman. Í þetta skiptið fannst mér það extra gott þannig mig langaði að deila því með ykkur.

Uppskrift:

Lítil dós af kotasælu
3 egg
1 túnfiskdós
Jalapeno smátt skorið
Chili pipar smátt skorinn
Hvítlauks krydd
Taco krydd
Papriku krydd


Gerist ekki einfaldara og ótrúlega gott að eiga inni í ísskáp.