Aperol Spritz

02 Aug 2017

Drykkur augnabliksins sem hefur verið hvað mest áberandi á samfélagsmiðlum er ítalski drykkurinn Aperol Spritz. Drykkurinn hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér og sérstaklega í sumar þar sem hann er ferskur og góður í hitanum. Við ferðumst um Ítalíu í sumar og ég held ég myndi ekki vilja vita hvað við drukkum marga á ferðalaginu. En hér eru nokkrar myndir út símanum og uppskrift af þessum einfalda drykk og ein með smá twisti.Uppskriftin er einföld.

3 partar Prosecco
2 partar Apperol
1 partur sódavatn
Klakar og appelsínuneiðSetjið klaka í vínglas og hellið Apperol í og síðan freyðivíninu og sódavatninu, notið síðan skeið rétt svo til að snúa einum hring.
Látið síðan appelsínusneið í glasið og rör.
(stundum er sett ein græn ólivía á tannstöngul ofan í drykkin líka)

Svo er kokteill sem ég smakkaði í Berlín sem hér Aperol Ginger Spritz og hef ég gert hann áður heima og hann er mjög góður líka.
 

4 cl Aperol
5 cl Britvic Ginger Ale
2 cl Prosecco  
Sneið af agúrku
Safi úr 1/2 lime

Hellið Aperol í glas með klökum. Kreistið lime safa útí glasið ásamt Britvic ginger ale, toppið upp með Prosecco og hrærið einn hring. Að lokum, skreytið með agúrku sneið.


Þetta eru myndir allt úr símanum frá því núna í sumar við allskonar tilefni.

Skál!