Borgin mín Barcelona

03 Aug 2017

Eins og margir hafa tekið eftir hefur Barcelona orðið rosalega vinsæll áfangastaður síðustu ár sem er ekki skrítið.
Ég elska þessa borg aðallega vegna þess að hún hefur svo mikið upp á að bjóða. Veðrið, menningin, arkitektúrinn og auðvitað maturinn. Ég veit ekki hvað ég er búin að senda mikið af tölvupóstum sem svör við fyrirspurnum um hvar eigi að borða og gera í Barcelona.  Kolla gerði flotta færslu um sína ferð á síðunni um daginn og ég ætla núna að mæla með mínum uppáhaldsveitingastöðum og hlutum að gera í Barcelona í samstarfi við WOW air.


Tapas

Stór partur af því að upplifa matarmenninguna í Barcelona er að borða góðan tapas. Það er ótrúlega gaman að panta mikið af alls konar réttum og vera óhrædd/ur að smakka eitthvað nýtt og öðruvísi. Þar er alls staðar hægt að fá tapas í Barcelona en hann er auðvitað misgóður. Hér eru mínir uppáhalds tapas staðir.
 

Casa LoleaLítill tapas staður í skemmtilegri hliðargötu með ótrúlega góða tapas rétti og Sangríur.
Hér mæli ég með að panta borð þar sem hann er vinsæll og nánast aldrei hægt að fá borð samdægurs.
(Ég bloggaði um hann hér)
http://femme.is/is/read/2016-12-19/casa-lolea/


La Pepita Þetta er æðislegur tapasstaður. Það er ekki hægt að panta borð en þeir reka stað við hliðina á sem heitir La Cava sem er hægt að fara og fá sér drykk á meðan beðið er og svo er sótt ykkur þegar borðið er tilbúið.
Þetta er staður sem ég tek flest alla gesti á sem koma í heimsókn og panta fullt af réttum.
Mæli sérstaklega með carpaccio og calamari !


Vinitus & Cerveveria CatalanaÞessir tveir staðir eru æði (mæli meira með Vinitus því hann er meira kósý)
Það er heldur ekki hægt að panta borð á þessum stöðum og um helgar í kringum kvöldmat er alltaf um klukkustundar bið. Fullkomið að skrá sig á lista, detta í rauðvínsglas einhvers staðar rétt hjá og kannski smárétt og labba svo yfir (þess virði)
Mæli sérstaklega með saltfiskinum með alioli, tómati og camembert snittuna.

Tapas by Sensi
Þessi er í gamla bænum. Æðislegur tapas staður með smá twisti.
Reglulegur gestur þar.

 

Vínbarir og kokteilar
 

MonvínicÆðislegur staður með yfir 10.000 flöskur í boði.
Hægt að fá hálft eða heilt glas og því hægt að smakka alls konar og fullt af fróðleik fyrir vínáhugafólk.
Gaman að detta í smá vínsmökkun og tapas.
 

Torres wine bar

Vínbar með góðum mat en að setjast út í vínglas er geggjað, nóg um að velja og gaman að prufa nokkrar tegundir saman. Hann er staðsettur á aðalverslunargötunni og því fullkomin að setjast niður í eitt glas.
 

Boca ChicaÞetta er veitingastaður, bar og smá klúbbur, þriggja hæða bar með authentic „lúkki“. Flottasti bar sem ég veit um og klikkaðir kokteilar.
Mæli mikið með, um helgar breytist baðherbegið í dansgólf og DJ mætir og skemmtileg stemming.
 

El Nacional


Æðislegt að hoppa í einn drykk og sjá staðinn hann er rosalega flottur tapas staðurinn er sérstaklega skemmtilegur.
Þetta var lestastöð sem var breytt í veitingastaði.
Gaman að detta í einn drykk eða kaffiá milli búða því hann er staðsettur á aðalverslunargötunni. Hann er risa risastór og í raun nokkrir veitingastaðir í einu, steikarstaður, tapas, fiskur og barir.


Old Fashioned

Ef þú ert Gin og Tonic manneskja þá mæli ég með þessum litla gin og tonic bar,
Þeir vita allt um gin og það eru yfir tugir tegundir af gini.
Þeir “infusa” drykkina með kryddum og sérstökum tonic eftir því hvað passar best.
Ákveðin upplifun fyrir gin aðdáendur.
(Hann er rétt hjá La Pepita tapas staðnum sem ég skrifaði um hér fyrir ofan, sniðugt að byrja eða enda á drykk hér)
 

Dry MartiniÞetta er hands down sá allra besti bar sem ég veit um og bestu kokteilarnir.
Ef þú ætlar einhvern tímann að fá þér Dry Martini þá er það hér.
Barþjónar sem eru búnir að vinna þarna margir í tugi ára.
Hér þarf engan kokteilaseðil, þeir kunna allt.
Maður sér alveg spænsku elítuna labba inn og þurfa ekkert að segja heldur fá þér bara drykkinn sinn á borðið.
 

One Ocean Club

Ef þú ert að fara að labba niður á strönd þá mæli ég með að setjast þarna sem allir bátarnir á snekkjurnar eru í drykk eða mat.
Það er geðveikt að sitja þarna við höfnina í sól og drykk í nokkra tíma.
 

ParadisoÞetta er svona Speakeasy bar, falinn bar við lítill inngang svo labbarðu inn um hurðina og þar kemurðu inn á þennan flotta stað.
Hrikalega góðir kokteilar og fallegir.
Dimm og kósy stemming.


Veitingastaðir


Tragaluz og El japones


Tragaluz sem er spænskur og er á efri hæðinni og aðeins fínni staðaur, fullkomin stefnumótastaður, á neðri hæðinni er El Japonés sem er japanskur. Sushi-ið á El Japonés er ótrúlega gott og ferskt.
Báðir frábærir og í sömu götu og flottasti kokteilabarinn Boca chica sem ég nefni hér fyrir neðan líka, þannig gaman að borða þar og labba svo yfir.
 

Ikibana

Hands down með betri sushi sem ég hef smakkað.
Ef þér finnst stemming á Sushi samba þá er þetta 100% skemmtilegra og flottara.
Þetta er japanskur og brasilískur með æðislegan mat og kokteila

Annar æðislegur sushi staður er Robata Sushi and Grill.
Hann er á skemmtilegri götu þar sem er nóg líf. Flottir veitingastaðir út um allt og barir.
Góð uppskrift af kvöldi væri t.d að fara þangað og svo á Dry Martini kokteilbarinn.
 

Jaime BeriestainJaime Beriestain var innanhúsarkitekt Spánar 2016 og rekur veitingastað, bar og verslun með vörur frá honum og fleira allt í sama húsinu.
Frábær fyrir brunch og bara í dinner. 

Beint á móti er nýtt hótel sem hann hannaði fyrir H10 keðjuna.
Hótelið heitir The One Barcelona og er 5 stjörnu hótel, ættir að kíkja í lobby-ið og rooftop barinn og skoða það er ótrúlega flott.


Luigi Æðislegur ítalskur veitingataður með fersku pasta og ekta eldbökuðum pizzum.
Stundum fær maður löngun í ítalskan mat og þá er þetta staðurinn.

TlaxcalErtu í stuði fyrir mexican ? margarítur, taco, enchilada eða nachos ?
Þá er þessi staður í Born hverfinu æði !
Við förum þangað reglulega og deilum taco og bráðnuðum osti sem þú setur í pönnuköku.
NAMM! 


Brunch And CakeGeðveikur Brunch staður! Mæli 100% með honum.
Það er oft mikil bið til þessa að fá borð en um að gera að mæta snemma setja nafnið sitt á lista og labba um á meðan. Þetta er einmitt staður sem ég tek alla á í heimsóknum. Maturinn er listaverk og bragðast jafn vel.
 

AlsurÞetta er staður sem er staðsettur á nokkrum stöðum um borgina, æðislegur brunch og góður matur í hádeginu. 

Flax And Kale
Þessi staður er æði. Hann er á tveimur staðsettningum og er matseðilinn aðeins öðruvísi.Patagonia

Ég fæ oft spurninguna hvert fer maður ef maður vill góða steik og rauðvín ?
Ótrúlega góður argentískur steikarstaður í fínni kantinum á góðu verði.


Pura VidaEinn uppáhaldsstaðurinn okkar er pínu pínu lítill suður amerískur staður sem heitir Pura Vida, þjónustan og kokteilarnir eru bara eitthvað annað.
 

Vivant
Þetta er uppáhalds veitingastaðurinn okkar Arnórs.
Við spörum hann en reynum að fara svona 1 sinni eða 2 mánaða fresti, hann er lítill en vá hann er góður. Mjög hátt reitaður á Tripadvisor. Hann er aðeins frá aðalgötunni en þess virði. Matseðilinn er lítill og breytilegur eftir árstíðum. 


Chez Coco

Þetta er staður sem er með svona frönskum heilgrilluðum “mini” kjúklingum.
Velur kjúkling, meðlæti og alls konar.
Mjög skemmtilegur og fallegur staður.
 

Kaffihús

Í borgum eins og á Ítalíu gengur þú alltaf í gott kaffi, ótrúlegt en satt á þetta ekki við Barcelona þar sem Spánverjar drekka kaffið með rosalega miklu magn af sykri og mjólk. En ég er búin að finna nokkur góð kaffihús með góðu kaffi og morgunmat til að byrja daginn á.

Satans Coffee
Werhaus
Onna Coffee
Cargo Café


RooftopMér finnst alveg ótrúlega næs að setjast niður í Barcelona á flotta Rooftop staði sem eru oftast á Hótelum í borginni en eru opin fyrir alla.
Hér eru listi yfir uppáhaldshótelin mín með flottustu Rooftop barina.

Hotel 1898
Majestic
Hotel Palace
Cubic H10 Hotel
Condes (frábært að setjast það ni
ður í hádegismat í sólinni)
Sky Bar

Negresco princess, frábært að setja í sólsetrið þangað á sumrin. Hann er ofarlega og þú nærð sólinni lengi.
 
Verslunaferðir
 

Passeig de Gracia er verslunargata borgarinnar liggur þvert í gegnum Eixample út frá Placa Catalunya. Þar má finna allt frá Zöru og H&M til Chanel og Michael Kors. Mæli alfarið með því að ganga hana endilanga og jafnvel koma við á Hotel Majestic og fara upp á efstu hæði í útsýni og kokteil. Á þeirri götu finnur þú líka tvær af frægustu byggingum Gaudi.
La Pedrera og Casa Batlló

Porte del Angel ( Verslunargata vinstra megin við Römbluna, út frá Placa Catalunya, allar helstu 
verslanir eru á þessari götu) 


El Corte Inglés (Department store, risastór verslun með öllum helstu merkjum, á Placa Catalunya)

La Roca VillageÞað er svo eitt merkjaoutlet sem er skemmtilegt að fara í sem heitir La Roca Village. Þetta eru allt merkjabúðir sem eru með vörur sem eru kannski "last season" ótrúlega snyrtilegt með veitingastöðum og flottum búðum.
Það er rúta beint frá Barcelona sem fer á a.m.k. klukkutíma fresti.
Heimasíðuna má finna hér.


Partý

Djammið í Barcelona getur verið mjög skemmtilegt og nóg af skemmtistöðum en þeir eru langt frá því að vera allir skemmtilegir.
Þegar ég fer út fer ég á sömu staðina þar sem er góð tónlist og skemmtilegt fólk. Djammið í Barcelona byrjar seint en það er ekki fyrr en um 2 leytið sem staðirnar fyllast, þannig það er mikið um að borða seint og fara síðan beint á einhvern stað í drykk og svo á skemmtistaðinn.

Gatsby Staður sem er með skemmtiatriði á yfir matartímann til svona 1 um nótina. Þú getur borðað þarna sem maturinn að mínu mati er bara ekkert spes. Við konum þarna oftast í drykk til að sjá smá að showinu og förum þaðan á skemmtistaðina Sutton eða Bling Bling.

CDLC/Carpe Diem
Þetta er eini skemmtilegi skemmtistaðurinn við ströndina að mínu mati. Það er góður matur þarna ef þú vilt borða seint og detta beint í partýið.

Eclipse/ W hotelHótelið er orðið að smá kennileiti fyrir borgina enda ótrúlega flott hótel staðsett á stöndinni.
Skemmtistaðurinn uppi er með flott útsýni yfir ströndina og borgina og hafa kvöldin þarna oft verið mjög skemmtileg.


Hlutir til að gera

Barcelona skiptist í nokkur hverfi sem hafa öll mismunandi sjarma.
Ég mæli mikið með að labba um Born og Gracia í litlu hliðargöturnar, setjast i kaffi og skoða litlu búðirnar og njóta þess.

Camp Nou


Barcelona eru auðvitað með rosa gott fótboltalið og allt umstangið í kringum það, margir koma helgarferðir til að fara á leik.
Margir fara að skoða völlin og hægt er að fá svona túr um svæðið.

Park Guell


Gaudí garðurinn, þarna eru fullt af verkum eftir Gaudí.
Þú þarft að panta tíma í garðinn á netinu til þess að fara inn. 

Sagrada FamiliaMeistaraverk Gaudí og kennileiti Barcelona.
Ég mæli mikið með að panta tíma til þess að fara inn í kirkjuna það er þess virði því hún er jafn mikið listaverk að innan.


Dagsferðir


Einn af kostunum við Barcelona er að það eru mikið að skemmtilegum stöðum og bæjum til að fara til. Hvort sem þú ætlar að keyra til Frakklands yfir nokkra daga eða í stuttar dagsferðir á fallegar strendur og stöðum.
Allt hér fyrir neðan er ein lestarferð frá Barcelona.

SitgesÍ júlí og ágúst er ströndin í Barcelona oft pakkfull af fólki þá er gott að geta tekið lestina til Sitges eða Selva del mar á fallegar og rólegari strendur og labba um bæinn.

Montserrat
Costa Brava
Vínkynningar PenedesÞar sem Spánn er þekkt fyrir eru góð vín og fallegar vínekrur. Ég hef farið til Penedes þar sem mikið af vínekrum eru og ótrúlega flott svæði til góð vín.
Ég mæli rosalega með að skoða Pares Balta, ég skrifaði um heimsóknina mína hér.
Ég er bráðum búin að vera í ár í Barcelona og á eftir að prufa mikið að hlutum og stöðum til þess að borða. Langur listi eftir, kanski geri ég annað svona blogg eftir ár og þá bætist fullt við.
En ef þið hafið einhverjar spurningar um borgina eða viljið vita meira þá getið þið sent mér línu á marta@femme.is

#Barcelona