I HAVE ENOUGH JEWELLERY - SAID NO ONE EVER

03 Aug 2017

Ég sýndi þessa fallegu lokka á snapchat fyrir stuttu síðan og vöktu þeir mikla lukku. Ég ákvað því að búa til sér færslu um þessa dásemd frá uppáhalds skartgripa merkinu mínu, Soru Jewellery. Ég hef áður fjallað um merkið þegar ég keypti mér choker frá þeim hér

Þessi færsla er ekki kostuð, höfundur keypti vöruna sjálf. 

Ég mæli með að fylgja Soru Jewellery á instagram hér en þar koma oft upplýsingar um afslætti o.fl en ég datt einmitt inn á 20% afslátt þegar ég pantaði lokkana. Ég fæ ekki nóg af þessu fallega skarti og gæti vel hugsað mér að það væri fallegt að bera skart eftir þær Soru systur á brúðkaupsdaginn. Ekki það að ég sé að plana brúðkaup en mér finnst gaman að velta svona hlutum fyrir mér og finnst gaman að benda öðrum á fallega hluti. 
Myndirnar hér að neðan tala sínu máli.
 

 Ég mæli 100% með að panta af síðunni þeirra sorujewellery.com. Hröð sending, dásamlega innpakkað og persónulegt í þokkabót. það koma upplýsingar um meðhöndlun skartsins, skemmtileg kort sem gaman er að eiga eins og þetta að ofan & falleg askja merkt þeim. 
Ég valdi mér þessa með túskísbláum en sá litur er í miklu uppáhaldi. 

Eins og ég segi hér að ofan er þessi færsla á engan hátt kostuð, undirrituð er einungis mikill aðdáandi og þegar maður finnur eitthvað sem manni líkar virkilega við þá leyfir maður sér hiklaust að mæla með því. 

________________________________
 

Njótið komandi Verslunarmannahelgi. Mín mun einkennast af samveru með fjölskyldu & vinum, útivist & vinnu í háloftunum. 
Þið finnið mig á snapchat & instagram undir nafninu - kolavig