Lax með kúskús & balsamic gljáa

10 Aug 2017

Ótrúlega góður, ferskur og léttur réttur sem er fullkomin alla daga ársins.

Uppskrift fyrir tvo:


Hráefni:

2 laxaflök með roði
Balsamic sýróp
Salt og pipar

Sítróna

1 bolli kúskús
2 bolli vatn
6-7 sólþurrkaðir tómatar smátt skornir
1 rauðlaukur smátt skorinn
1 fetakubbur eða 1 dós af fetaosti
1 lúka söxuð steinselja
 

Aðferð:

  1. Þerrið laxinn með eldhúspappír, saltið og piprið flökin og bætið smá chilli kryddi við eftir smekk.
  2. Kveikið undir hellu á meðalhita, skellið smá olíu á pönnuna og setjið laxinn á roðinu á pönnuna, lækkið aðeins í hitanum.
  3. Eldið laxinn án þess að snerta hann þar til hann er farinn að vera ljósbleikur um 3/4 af leiðinni upp frá roðinu eða um það bil 6 til 7 mínútur.
  4. Snúið flakinu við og eldið í nokkrar mínútur í viðbót. Best er að nota góðan spaða og gaffal til að styðja við flakið á meðan þið snúið laxinum við svo hann brotni ekki í sundur.
  5. Þegar laxinn er tilbúinn og ekki of þurr þá á hann að vera í 62 gráðum.
  6. Slökkvið undir hellunni og kreistið smá sítrónu yfir.

KúsKús

 

  1. Eldið kúskús eftir leiðbeiningum á pakkanum.  Þegar kúskúsið er tilbúið þá færið þið það í stóra skál og hellið olíu yfir og hrærið til með smá salti og pipar.
  2. Rífið fetaost ofan í skálina ásamt rauðlauk, sólþurrkuðum tómötum og lúku af saxaðri steinselju.
  3. Kreistið smá sítrónu yfir og hrærið öllu saman.
  4. Setjið kúskús á disk, laxinn ofan á og kreistið svo balsamic gljáa yfir laxinn og stráið smá steinselju.Ef þú prófar þessa uppskrift þætti mér gaman að fá að vita. Skildu eftir skilaboð hér fyrir neðan, eða taktu mynd og # á myndinni á Instagram #femmeisland

Marta Rún