Lip Kit + afsláttarkóði

11 Aug 2017

Færslan er unnin í samstarfi við Deisymakeup.is

Ég ætlaði að vera löngu búin að taka myndir af öllum lipkitunum frá Deisymakeup og þegar ég dreif loksins í því þá gaf Ásdís eigandi Deisymakeup mér afsláttarkóða fyrir ykkur! Um að gera að nýta það fyrir helgina.


Nöfnin á Lip Kitunum sjást öll hér á myndinni en mér fannst skemmtilegra að taka myndir af þeim á mér heldur en að swatcha bara á hendinni eins og ég var búin að gera á Snapchat. Persónulega þá elska ég alla litina og ég nota þá alla sjálf þó svo að ég laðist alltaf mest að nude litunum. Það er dásamleg jarðaberja lykt af þeim og í hverjum pakka kemur Liquid Lipstick og varablýantur. Persónulega nota ég varablýantana mikið eina og sér með glossi en þeir eru mjög mjúkir og auðveldir í notkun. Ég vil líka benda á það að það vantar inn á myndina litinn Stony sem er minn litur en ég var búin að gera sér færslu um hann sem er hægt að skoða hér á blogginu. 

Kóðinn "steinunnosk" sem ég fékk fyrir ykkur er bæði hægt að nota í vefverslun Deisymakeup og einnig í verslun þeirra sem er staðsett í Borgartúni 29 og hann gefur ykkur 1000 kr afslátt af öllum Lip Kitum. Kóðinn gildir fram á mánudag.