NEW IN / GANNI JOGGING SETT

11 Aug 2017


Mig langar til að deila með ykkur nýjustu viðbótinni í fataskápnum en það er þessi fallegi Ganni jogging galli.  
Ég hef verið afar hrifin af merkinu í dágóðan tíma en þetta voru þó mín fyrstu Ganni kaup. Settið keypti ég í svokallaðri department store í Montreal. Ég stóðst ekki mátið eftir að ég skellti mér í gallann og sannfærði mig um að ég þyrfti sko að eignast jogging galla, annað vær auðvitað rugl....

 


Það er ákveðið 70s vibe í litapallettunni sem ég auðvitað elska í bland við 90s fílinginn. Buxurnar eru háar upp og mér finnst geggjað að gyrða bolinn ofan í en ég sé einnig fram á að nota flíkurnar saman og í sitthvoru lagi. 

Ég er ekki viss hvort að settið sé til hér heima en Ganni fatnaður er fáanlegur í verslunum Geysis. 

Outfit mynd af dressinu mun síðan koma inn fljótlega.