NAKED HEAT

14 Aug 2017

Vöruna fékk ég senda frá Urban Decay Íslandi

Ég prufaði pallettuna núna á dögunum og langaði að deila með ykkur útkomunni. Ég er mjög hrifin af lita samsetningu pallettunnar og hún verður eflaust mikið notuð. 

 

 
Pallettan inniheldur bæði matta og metallic liti en það er alltaf kostur að mínu mati því þá hefur pallettan meira notagildi. Ég er mjög hrifin af bæði brúnu möttu litunum en slíkir litir eru eitthvað sem ég nota í hvert einasta skipti sem ég farða mig. Scorched er svo liturinn sem ég setti yfir augnlokið en hann er að mínu mati fallegasti liturinn í pallettunni og svo ótrúlega pigmentaður!

Þeir litir sem ég notaði í þessa förðun eru:
Ounce 
Sauced
He Devil
Scorched
En Fuego


Ótrúlega falleg og eiguleg palletta að mínu mati. Takk fyrir mig Urban Decay!