Skyrtu- og skókaup

14 Aug 2017

Er það ekki óskrifuð regla að maður verði að koma heim úr fríinu með eitthvað nýtt í fataskápinn? 

Við nöfnur náðum auðveldlega að plata strákana okkar með okkur í mollið í nokkrar klst. á meðan Spánardvöl okkar stóð. Við fórum rakleiðis inn í ZARA og ó minn guð hvað nýjasta seasonið er fallegt hjá þeim. Ég vona það svo innilega að flestar þessar vörur rati hingað heim í búðir. Persónulega hefði ég auðveldlega getað misst mig í fatakaupum hefði ég verið ein, með meiri tíma og breiðari buddu. Hönnunarteymið hjá Zöru er að leggja mjög mikinn metnað í skyrturnar sínar þetta árið, hver og ein einasta er með skemmtilegu sniði. Það fengu þrjár að fylgja mér heim að þessu sinni en ég mun líklega bæta í safnið þegar líður á nýjustu sendingarnar. Þessi heillaði mig strax - Ermarnar eru geggjaðar!Go-to tunic skyrta hugsaði ég með mér þegar ég greip hana. Ótrúlega þægileg sem hægt er dressa upp og niður. 

Þessa fékk ég reyndar í H&M. Marta vinkona sagði að þetta væri "Söruskyrta", meira þurfti ég ekki að heyra. Eftir mátun var hún líka svo agalega sæt, er að fýla þetta off-the-shoulder trend sem er búið að vera í gangi í sumar. Fullkomin blúnduskyrta við öll tilefni. Ég á eina mjög svipaða sem er komin á tíma en hún er búin að gegna því hlutverki þegar upp kemur sú dilemma í hverju maður eigi nú að fara. Þessi hefur því á þessari stundu erft það hlutverk. Ég bara varð að eignast þá. Mig var farið að vanta nýtt par í safnið og langaði í einhverja óhefðbundna hæla sem gætu poppað einfalt outfit upp um 4 stjörnur. Og ótrúlegt en satt þá eru þeir andskoti þægilegir.