NEW FAV SKINCARE

21 Aug 2017

Ég fékk æðislegar vörur að gjöf frá Make Up Store fyrir um tveimur mánuðum. Ég hef síðan þá verið að nota vörurnar sem eiga það allar sameiginlegt að vera cruelty free, organic & vegan. Vörurnar sem um ræðir eru frá merkjunum Evolve og Bean Body.

 

Evolve er upprennandi húðvöru merki frá Englandi þar sem gæði eru í fyrirrúmi. Allar vörur eru handgerðar og lögð er áhersla á náttúruleg og fersk hráefni. Evolve teymið saman stendur af nokkrum konum sem hverjar gegna sínu hlutverki framleiðslunnar. Það sem mér fannst ótrúlega gaman að sjá er að á hverri vöru stendur nafn þeirrar sem bjó vöruna til. Það er allavega á tæru að mikil ást og alúð er lögð í þetta fyrirtæki og ég mæli 100% með þessum vörum.
Ég fékk pakka sem innihélt þrjár vörur - serum, dagkrem og maska. Hægt er að fræðast meira um vörurnar og merkið á heimasíðu Evolve hér

Bean Body er Ástralskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kaffiskrúbbum. Þar er einnig lögð áhersla á gæði og að vörurnar séu sem aðgengilegastar sem flestum þegar kemur að verði. Þetta er fyrsti kaffiskrúbburinn sem ég prófa og ég er yfir mig hrifin af þessu fyrirbæri. Ég fékk mandarínuskrúbbinn og elska hann! Húðin verður silkimjúk og slétt. Hægt er að lesa meira um merkið hér

________________________________
 

Vörurnar sem um ræðir eru fáanlegar í Make Up Store Smáralind.