Trunki í ferðalagið

23 Aug 2017

Langaði að segja ykkur frá tösku sem er algjört möst í ferðalagið ef þið eruð að fara með smáfólk með ykkur. Hér á myndunum fyrir ofan sitja Steinar og Gunnar á sínum töskum en þeir elska töskurnar sjálfir. 

 

Ég kannski hefði átt að skrifa þessa færslu fyrir sumarið en ég er svo nýkomin úr ferðalagi að mér datt það bara ekki í hug fyrr. En strákarnir fengu svona Trunki töskur í gjöf fyrir einhverju síðan og við notuðum þær bara fyrst núna í sumar. Þær reyndust okkkur ekkert smá vel. Það er fínt pláss í töskunum en við settum litabækur, dót, bangsa og teppi meðal annars í þær og tókum þær með í handfarangur. Það besta við þær er þó að þær séu á hjólum geta börnin sest á töskurnar og látið draga sig á þeim. Svo geta þau líka dregið töskurnar á eftir sér sjálf. Strákunum mínum fannst ekkert smá gaman að fá að sitja á þessu og svo er þetta líka mjög sniðugt í miklum fólksfjölda þar sem maður er með fullar hendur. Börnin týnast ekki og maður er fljótari í gegn. Algjör snilld. Þið getið skoðað facebook síðu Trunki hér