Glimmer förðun

25 Aug 2017

Pallettuna fékk ég að gjöf frá Deisymakeup.is

Það er svo langt síðan ég hef notað glimmer þegar ég farða mig en ég skellti í eina slíka förðun um daginn og langaði að deila með ykkur útkomunni. Þessi Palletta er svo sjúklega falleg ég kemst ekki yfir hana!Pallettan sem ég notaði er frá DIVA og fæst hér. Hún er svo dásamlega falleg en fyrsti liturinn sem greip mig er klárlega þessi bleiki. Mér finnst svo fallegt að nota bleikt glimmer í förðun. Þessi bleiki er einmitt sá sem ég notaði í förðunina hér að ofan en ég notaði líka matta litinn sem er fyrir ofan þann bleika og í augnkrókana notaði ég silfur litaða glimmerið. En eins og sést hér á myndinni þá eru 5 mattir litir og 5 glimmer litir í pallettunni. Mér finnst algjör snilld  að það séu mattir litir með en ég nota alltaf matta liti með glimmeri til þess að búa til fallega skyggingu með. Það var reyndar algjört klúður hjá mér að vera ekki búin að taka mynd af henni áður en ég var búin að pota í litina en við reynum að horfa fram hjá því.