Draumaferðin til TOSKANA

29 Aug 2017

Við fórum í tvær vikur í ferðalag um Suður-Frakkland og Ítalíu. Við plönuðum ekki neitt nema það að enda í Toskana. Við ferðuðumst um með GPS tæki og Hotels.com og gistum á þeim stöðum sem heilluðu okkur. Við vorum auðvitað með smá plan um hvenær við kæmumst á endastað en mest var ákveðið í mómentinu. Er áhugi fyrir ferðabloggi með meðmæli með hótelum og stöðum? Endilega látið mig vita með kommenti.
 

Alla vega þá var Toskana allt sem ég hafði ímyndað mér og meira, algjör draumur.
Vínekrur út um allt, góð vín, sveitafýlingur, landslag og númer 1 æðislegur matur ! 
Við ætluðum upphaflega að gista á  hóteli hjá Dievole í vínekru hjá Chianti en það var verið að gera það upp og átti að opna nokkrum vikum síðar.
Við gistum því í staðinn á litlu sveitahóteli sem er í eigu sama fyrirtækis og það var einnig ótrúleg upplifun.

Þetta er lítið hótel með veitingastað þar sem maturinn var alveg eins ítalskur eins og hann gerist.
Sundlaug inni í vínekrum og veitingastaður með morgunmat og síðan á matseðilinn um kvöldið var það sem var ferskt á markaðnum í hverju sinni.
Hér eru nokkrar myndir frá hótelinu og matnum sem var alla daga, 4 rétta veisla með vínum frá Dievole.
Upplýsingar um hótelið má finna hér.
Við fórum nú samt sem áður í heimsókn og vínsmökkun á vínekrurnar hjá Dievole í Chianti.
Þessi vín... þau eru eitthvað annað. Chianti og Brunello di Montalcino vínin hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og fengum við fræðslu um söguna, vínin og víngerðina.
Mörg vínin sem við smökkuðum eru til á Íslandi en vínsmökkunin var hugsuð út frá þeim vínum sem voru í boði þar.
Eftir vínsmökkunina fylltum við nokkra kassa af vínflöskum sem við tókum með til Spánar til að drekka við góð tækifæri.

Við fengum einnig túr um hótelið, víngerðina og ferlið ásamt því að fá innsýn hvað koma skal þegar allt verður tilbúið.
Við erum 100% ákveðin í að fara aftur.

Upplýsingar um þetta hótel og vínekrunar má finna hér.

Eins og ég nefndi áður þá var þetta draumi líkast.
Þetta verður ekki í eina skiptið sem ég heimsæki Toskana.

Ef þið hafið einhverjar spurningar megið þið alltaf senda á mig línu.

marta@femme.is