CANDY FLOSS COCKTAIL

30 Aug 2017

Fyrir stuttu skrifaði ég vinsæla færlsu um kokteil með sorbetís og freyðivíni sem má finna hér. En núna er það freyðivín og Candy Floss sem mér finnst jafn sniðugt.Þessi drykkur hefur mikið verið á pinterest og fannst mér þetta skemmtileg hugmynd.
Candyfloss má oft finna í búðum eins og hagkaup minnir mig í boxi eða einhvernskonar fötu.
Þá er hægt að rífa það niður í falleg kokteilaglös eða freyðivínsglös og hella svo bleiku eða venjulegu freyðivíni yfir það gefur þá smá sætu og skemtilegan lit.
Skemmtileg hugmynd í næsta stelpupartý því þetta er einfaldur og fallegur fordrykkur.