NEW IN / VERO MODA

31 Aug 2017

Ég kíkti á nýju sendinguna í Vero Moda í gær og rakst á nokkrar flíkur sem ég er mjög skotin í. 
Fyrst er það þessi fallega röndótta dragt en þið sem hafið fylgst með mér í einhvern tíma hafið kannski séð mig í svipaðri sem ég fékk í h&m fyrir um ári síðan. Þessi er nokkuð lík henni en efnið í þessari er með aðeins meiri glans og teygju í efninu. Ég nota mína óspart saman eða í sitthvoru lagi, mæli með að tékka á þessari !

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Bestseller Ég er nokkuð viss um að flestar eigi einar coated buxur í fataskápnum sínum - ef ekki þá eru þær algjört möst að eiga. 
Þessar eru frá merkinu Noisy May og hægt að fá í mismunandi síddum. Ég er mjög hlynnt því þar sem ég er ekki sú leggjalengsta í bransanum og elska þegar sídd 30 er í boði. Þessar ná vel upp að nafla sem ég elska! Peysan er líka úr Vero Moda frá merkinu Aware. Æðislega kósý og þægileg. 
 Ég féll að lokum fyrir þessari æðislegu skyrtu frá YAS. Ég tók hana í M því ég fíla að hafa hana smá oversized. Rómantísk og falleg - eins og ég vil hafa það!